seinni hluti

Jú jú — gerðist aftur… þetta með maskarann! Hjólaði í skólann í morgun í fallegasta veðri ever og hjólaði heim aftur í þykkustu snjókomu ever. Aldiheiðin orðin þungfær, sérstaklega vestamegin og ég sá alls EKKERT. Hehe datt samt í hug að fara í ljós á heimleiðinni (jújú fest á morgun) og að sjálfsögðu var trafík þar, og svo stóð bara einvher gaur í anddyrinu og hló upphátt að mér. Mjög þægilegt, vitandi hvað ég er síður myndarleg með maskara útþynntann.

En þetta með fatlaða atburðinn tileinkaðann mö, ma og he. Gvvuð, má víst ekki segja fatlaður í dag, úrelt orð, núna er aktuelt að segja ÞROSKAHAMLAÐUR.

Allavega… í síðustu viku fór ég í Fötex eftir kvöldmat. Á leiðinni út var ég stoppuð af 2 karlmönnum í yngri kantinum, annar hávaxinn og herðabreiður, hinn þrælmyndarlegur og skáeygður… nei nei ekki mongoliti, heldur asíuættaður.

Þessi herðabreiði spurði hvort hann mætti eyða 2 mín af tíma mínum… (ég) uuhhmmmm.
Þessi skáeygði… hva við erum 2 um þig, þú neitar því ekki…??? (ég) uuhhmmm (shit…hvað meinti hann… og 2 mínutur… var ekki að skilja þetta).

Svo byrjaði þessi herðabreiði… hefurðu heyrt um þroskahamlað fólk sem kemst aðeins útúr húsi 1-3 svar í viku…. uuuhhmmm já. Hefurðu heyrt að við eigum ekki nógu marga gullhafa á OL þroskahamlaða??? … uuhhmmm jaaa…
Og hvað finnst þe´r um það….. uuhmmmm ég vil að sjálfsögðu… já viltu hjálpa þeim…..
Uuhhmmmm hver vill ekki gera e-ð til að bæta stöðu minnimáttar sem hefur ekki valið minnimáttarstöðuna sjálfur… einmitt!!! Þá hefurðu 4 möguleika… keyptu happdrættismiða á 400 kr eða 200 kr eða100kr…. eða borgaðu frjálst meira en 400 kr.

(OMG hugsum) uhhmmmm… mér finnst þetta of þröngir valkostir….

En mín kæra, það eru æðislegir vinningar… í 1. verðlaun eru Citroën C1… og í 2. verlaun er ssdddduuuu…..
Ég heyrði bara suð fyrir eyrunum á mér, sá allt í móðu, fann hrísgrjónalykt af þeim skáeygða og fann að ég var að fara að æla upp úr mér þvílíkt lélegum orðaforða sem innihélt mínar skoðanir á Citroën bílum. En ég kyngdi og kyngdi aftur. Slapp.

En sagði samt við þá að ég skyldi bara ekki hvernig þeir gætu sameinað svona hjartansbrýntmálefni, rándýra happdrættismiða og Citroën C1.

Þeir bara störðu á mig, föttuðu ekki afhverju ég var svona æst.

Útskýrði það lauslega fyrir þeim með yfirborðsró.

Svo stamaði þessi herðabreiði að ég gæti bara selt bílinn ef ég ynni… NEI því ég vil bara ekki eiga Citroën, ekki einu sinni í einn dag.

En ég verð að viðurkenna að ég var komin í vandræði, langaði ósköp mikið til að gleðja fjölskylduna mína á íslandi, þar sem þau tileinka hluta úr sínu lífi í þessi málefni, en var búin að tuða svo mikið að ég gat bara ekki sagt ok, kaupi einn.

En ég allavega tautaði… Citroën… kommunubílar, fucking dÃ¥ser, ég þekki þá, já láttu mig þekkja þá, andskotinn… Citroën. Sparkaði aðeins með tánni í gólfið og hristi hausinn og gerði mig líklega til að segja Mojn. En þá gerðist það sem ég hafði beðið eftir í ca. 30 sek.

Sá skáeygði hrópaði… happy hour, já látum hana hafa happy hour… þú færð miðann á 50 kr honey… ánægð? Uuhhmmmm já ok, en bara fyrir þroskahamlaðafólkið, skítt með 1. viinninginn.

Svo sagði ég þeim lítillega frá hugmyndafræðinni um Kárahnjúka þegar núverandi starfssemi leggst niður. Þeim fannst þetta brilliant, og spurðu hvort það væri hægt að vera vinarbær með Kárahnjúkum… uuhhmmm já örugglega en þetta væri í rauninni ekki bær heldur allt landið. Svo héldu þeir að ég væri fræðingurinn sem væri að skipuleggja þetta en ég benti þeim bara á að hringja í heilbrigðismálaráðherrann á íslandi.

En nú er ég buin að gefa hluta af mér (hluta af 6 árum) og 50 kr í málefni þroskahamlaðra og vona að þið getið verið svakalega stollt af mér.

Ykkar Dagný

p.s. kaupi ALLTAF happdrættismiða frá nýrnafélaginu.

3 Responses to “seinni hluti

  • Heba mákona, tilvonandi þroskaþjálfi
    19 ár ago

    þú ert svo klikk að hálfa væri hellingur.. 😉 (ekki illa meinnt)
    ertu viss um að þetta hafi verið menn með fötlun? var ekki bara verið að fokka í þér?

  • Dísa
    19 ár ago

    Alveg brilliant Dagný. Ég er rosalega stolt að þér..segji ekki annað. Skemmtu þér rosalega vel í kvöld….
    knús Dísa.

  • Heba, þetta voru aðstandendur þroskahamlaða (augljóst), og einmitt hélt að mér hefði verið fokkað íllilega… miðinn hefði svo bara kostað 50kr!!! hefði verið hræðilegt… en ég var fokkuð, játa það… það er ekki hægt að selja Citroen C1 og fá peningana, og það er bara hægt að selja hann eftir vissann tíma (annars geðveikt vesen), þannig að þeir fóru ílla með mig… og að auki er 4.-15. verlaun gjafakort í rúmfatalagerinn… hræðilegt.

    En vona samt að þú sért jafnstollt af framlaginu mínu og Dísa 😉
    knus til ykkar beggja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *