hann er heitur

Fermingarferðin til Odense var heit… hélt í alvöru að ég væri að gefa upp öndina á leiðinni heim í gærkvöldi… féll samt ekki í dá eins og um sumarið þegar við keyrðum frá Norge og niður til Göteborg i Sverge… þá var hann blautur skal ég segja ykkur. Ég skil ekki afhverju Honda er ekki með aircondition??? Brot á mannréttindum…

Í dag er hann heitur… mjög heitur…

Og nú verð ég að fara að fjárfesta í sólkremi… sólkremi án parabena.

Í gær fyrir fermingarferðina til Odense fórum við með bílinn á bílaþvottastöðina á Möllegade 21.
Aldís ryksugaði og þvoði, ég þurrkaði af og stjórnaði næstum öllu, Fúsi þvoði og Svala hamaðist með boltann og fór í vatnsslag við alla. Bílaþvottastöðin hafði svo mikið að gera að það var ekki hægt að bóna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *