Ég hef verið að reyna að vinna heima undanfarið… gengur álíka ílla!
Og hérna heima eru tölvurnar með word 2007… og mér finnst það frekar flókið… er náttl engin snilli í tölvunum fyrir…;)

Ritgerðin mín gengur mjög hægt… mér finnst þetta óendanlega erfitt og er með flest líkamleg einkenni sem fylgja svona verkefnum… stundum/oft stórefast ég um að ég nái þessu… einstöku sinnum er ég bjartsýn og hugsa: „jú for fanden, auðvitað næ ég…“, en sú hugsun um að fá góða einkun hefur ekki hvarflað að mér í langan tíma… það væri samt svo sorglegt að útskrifast með lélega einkun… en frekar það en að falla. Afber engan vegin að falla… útskrifast um jólin… vera með á mynd með fólki sem ég þekki ekki… að vera ekki orðin hjúkrunarfræðingur eftir hva 7 vikur??? Hryllileg tilhugsun… Vitiði að ég gæti grenjað!!!
Langaði líka til að grenja í gær því það var allt í rusli hérna heima… og ég orkaði ekki að taka til… það er enn allt í rusli…
Ef ég væri grenjuskóða væri ég alltaf grenjandi núna!!! Pælið í þessu orði… grenja… finnst þetta ljótt orð… hljómar neikvætt!
En ef ég kemst í gegnum þetta þá er það að mestu leiti yndislegasta manni í heimi að þakka… þessum sem ég er gift með… sem styður mig 120% og umber draslið á heimilinu og allar mínar „frustrationer“ (hvað er það á ísl?)

Og þið hin… trúiði á áhrif jákvæðra hugsana? Viljiði ekki krossa fingur fyrir mig og hugsa fallega til mín… ? þá skal ég kannski hjúkra ykkur seinna 😉

Aldís er ekki heima… er varla búin að vera heima síðan á miðvikudaginn… heyrðu jú hun svaf heima þá… vinkona hennar svaf bara hjá henni… og svo var borðaður morgunmatur hjá vinkonunni því þar var til nutella… síðan höfum við takmarkað séð hana…

Svala er uppi að taka til í herberginu sínu… með tónlistina á fullu…Blackout með Frk Spears.
Svala sá kjól um síðustu helgi í Sisters point… hún féll fyrir honum… og er ekki búin að gleyma honum… hefur farið með sparibaukinn sinn í bæinn nokkrum sínnum en „sem betur fer“ ekki hitt á opnunartíma Danske bank.
Ræddum þennan kjól áðan… hún er tilbúin til að fórna ansi mörgu fyrir hann… og vill fara í honum í ferminguna á morgun… ég er að hugsa málið!!! Það er jú ég sem hef lokaorðið… er það ekki annars?

Var annars að spá í að rölta í bæinn á eftir með prinsessunum mínum og kaupa smá föt… á okkur allar… víst komin tími til…

4 Responses to “

  • þetta er lokaspretturinn og auðvitað verðuru komin með hjúkku pappírana eftir örfáar vikur, og það með góðri einkun, trúi engu minna uppá þig. Mér finnst samt eins og þú hafir byrjað í fyrradag í þessu námi, rosalega flýgur tíminn!
    held og lykke 😉

  • Hafdís
    17 ár ago

    Iss piss ég er alveg viss (hjómar skáldlegt ‘ik?). Ég ætla að greiða mitt atkvæði að þú náir. Hvort sem ég trúi á jákvæðar hugsanir eða ekki skal ég ekki láta á mínni jákvæðni standa 🙂
    Gangi þér mega vel.
    Kveðja Hafdís

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Sendi fuuuuuuuuuuult af krossuðum fingrum!!!!
    Þú getur allt sem þú vilt!!!!! Bara að vilja það nógu heitt!!!!
    Gangi þér vel óskir frá mér til þín.
    Kv. ég á Klakanum

  • Baráttukveðja héðan úr austurbænum :o) – þetta á allt eftir að ganga upp hjá þér…..skal hugsa fallega til þín á hverjum degi…..krossa alla putta….þú rúllar þessu upp… :o)
    kveðja Stína

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *