framhald seinna

Jæja, here I come again… do u miss me? Ekki svara þessu.

Sit í náttbuxunum að frjósa úr kulda eftir hrakninga dagsins… já þið ættuð að vita, hér í Dk er bara búin að vera snarvitlaust veður (á minn mælikvarða) og það er bara einn dagur eftir af vetrinum… því á morgun kemur vorið!!! Ætla ekki að kíkja á veðurspánna fyrir morgundaginn og bara segja LALALA þegar veðurfréttirnar koma í útvarpinu og í sjónvarpinu. Því ég vil ekki vita það ef það er spáð vetrarveðri á morgun. Sálartetrið mitt gæti hrunið niður þrátt fyrir að vera frekar sterklegt og stabilt (Fúsi segir að ég sé engin væla). Hrakningar dagsins já… leit útum gluggann 0730 tók þá ákvörðun um að keyra í skólann vegna veðurs. Gleymdi símanum (þurfti að hringja í skólanum), veskinu (þurfti að kaupa í skólanum) og bók (þurfti að læra í skólanum). Fór heim eftir okkar framlögn og þar sem það birti svona yndislega til þegar e´g var að fara af stað aftur ákvað ég að hjóla (því hnakkurinn á hjólinu er svo góður, stoppar enga blóðrás). Kom út og þá var aðeins byrjað að snjóa aftur… hjólaði framhjá bílastæðinu og þá skall bara á snjókoma mánaðarins og íhugaði ég verulega að parkera hjólinu og taka bílinn aftur… en nei, ekki ég með coolið uppmálað… og að auki hafði vindáttin breyst frá því um morguninn og fékk ég alla ofankomuna beint í feisið. Fögg men. Og þegar ég kom upp í skóla var ég að sjálfsögðu rennandi allsstaðar, með maskara frá bringu og aftur á hnakka. Sat í formi hríslu og “hjálpaði” grúbbunni minni með Jura. Hjólaði svo heim aftur í svipuðu vonsku veðri og aftur hafði vindáttin snúist… eða hvað? Þegar ég stoppaði á ljósum fattaði ég að það var logn… just me sem hjólaði bara svona eins og racer hjólisti með restina af maskaranum smurðum í fallegum strokum um allt andlitið.

Kíkti inn á heimasíðu ísl.fél. og sá þá snilldar auglýsingu (er ekki örugglega tjáningarogskoðanafrelsiáblogginu?), þar sem var verið að auglýsa tölvuviðgerðir, frá einhverjum sem er að koma frá ísl.
Næst þegar ég fer til ísl. ætti ég kannski að auglýsa… er að koma til íslands og get járnað fyrir ykkur!

sörli

Ég er í mini krísu núna (ætla samt ekki að leyta eftir krísuhjálp, þar sem hún virkar ekki…samkvæmt rannsóknum, vissuð þið það?), en Fúsi er búin að draga ósýnilega línu eftir miðju rúmminu og ég má ekki koma yfir hana. Bara alls ekki. Ekki fyrr en ég er hætt að borða óhóflega mikið af hvítlauk. En hvað er “Bönne” salat án hvítlauks? Í ca 3 vikur er ég búin að vera með algjört æði fyrir Bönnesalati (svona bönner eða haricots verts) og spara sko ekki marineraða hvítlaukinn og eru afleyðingarnar eftir því.

Á föstudaginn erum við bekkurinn að fara á ball… og ætlum að borða fyrst niðrá Kafferiet. Ég pantaði mér Andarsalat án hvítlauks svo að ég hafi möguleika á að æfa danssporin sem Lói kenndi mér um daginn.
Bekkjarfélagi minn sem er sparsamasti bekkjarfélagi ever, reiknaði það út að ódýrasta máltíðin þarna væri franskar og kranavatn (23 kr). En til að hafa matinn ekki of leiðinlegann ákvað hann að skipta vatninu út fyrir te. Hugg dæ.

Langar rosalega til að segja ykkur frá fötluðum atburði (sem er tileinkaður MÖMMU, MAGGA BRÓ OG HEBU…) en þar sem löngu bloggin eru óvinsælust þá bara bless.

3 Responses to “framhald seinna

  • Uss uss, þú ert þá væntanlega ekki mjög glöð núna þar sem það bara snjóar hjá okkur í augnablikinu. Geri ráð fyrir því að þú hafir hjólað í skólann í dag þar sem sólin skein svo flott á okkur í bítið.
    Svo verðurðu bara að skella inn bloggi aftur í dag til að segja okkur frá þessum fatlaða atburði, við nennum sko örugglega að lesa, og hefðum alveg gert það þó það hefði verið með í þessu bloggi.
    En best að hafa þetta ekki of langt hérna, svo að þú nennir nú að lesa þetta allt saman ;o)
    Begga munnræpa

  • Hafdís
    19 ár ago

    Bara að láta vita að ég leit hér við…..og las auðvitað bloggið líka.
    Takk fyrir mig.
    Kveðja Hafdís.

  • ég nenni alltaf að lesa… lengdin skiptir engu 😉 og eg neni líka alæltaf að hjóla og naut þess í botn í morgun.
    takk f kvittid stelpur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *