Í kvöld var sýndur þátturinn „Er du mors lille dreng?“ Þetta er í 3ja skiptið sem ég sé þennan þátt og alltaf verð ég jafn reið, sár og vanmáttug gagnvart kerfinu.

Þátturinn fjallar um par sem kommunan hangir á á meðgöngunni og þangað til litli Jörn er tekin af þeim. Mamman og pabbinn/Anni og Bjarne eru gjörsamlega vanhæfir foreldrar og það sem gengur á í þættinum er fyrir utan ímyndunarafl venjulegs fólks. Anni og Bjarne eru hash-og alkoholmisnotendur (ekki mitt að dæma hvenær og hvort fólk sé alkoholikarar), áttu sjálf ömurlega barnæsku og greindin er langt undir meðallagi.

Gagnrýnin gekk á sínum tíma útá hversu langan sjéns kommunan gaf þeim áður en Jörn var tekin af þeim og þarfir hvers er verið að uppfylla.

Ótrúlega góður en sorglegur þáttur sem sýnir afleiðingarnar af að eiga svona foreldra.
Þetta er það góður þáttur að hann er notaður sem kennsluefni í skólum. Næsta fimmtudag fáum við að sjá hvernig Jörn hefur vegnað hjá „plejefjölskyldunni“ (hvað er það á íslensku?)

Síðan í ágúst hefur alltof mikið af fólki sem við þekkjum, könnumst við eða þekkjum til dáið. Og þá er ég ekki að tala um fólkið í dánartilkynningunum í Jyske sem er orðið gamalt. Nei, ungt fólk… á aldur við okkur. Slys, sjúkdómar og hitt og þetta. Hálfsystir vinkonu minnar fékk heilablóðfall í ágúst, núna er hún á elliheimili… 46 ára!!! Um daginn dó maður á Egilsstöðum og daginn fyrir jarðarförina hans dó bróðir hans…báðir á besta aldri…

Nokkrum dögum seinna deyr bekkjarkennarinn hennar Svölu. Um síðustu helgi. 41 árs. Þótt það séu 6 dagar síðan er ég ekki búin að fatta það… og grunar að ég geri mér ekki fulla grein fyrir hversu mikið hún hefur misst. Morten var bekkjarkennarinn hennar síðan í 7ára bekk og sá kennari sem hún treysti algjörlega og gat sýnt honum allar sínar tilfinningar. Ekki það að ég sé að gera Morten að einhverri hetju bara af því að hann er dáinn…þetta eru staðreyndir sem gera það að verkum að litla dóttir mín saknar hans gríðarlega mikið… henni finnst hún ekki getað talað við hina kennarana um dauða Mortens, eins og hún hefði getað talað við Morten um sömu hluti.

Á þriðjudaginn verður haldin minningarathöfn fyrir bekkinn ásamt Jan kennara, skólastjóranum og konunni hans Mortens upp í kikrjugarði. Á morgun verður jarðað.

Það hefur verið rætt fram og tilbaka hér á heimilinu hvort Svala eigi að vera við jarðaförina eða ekki. Eftir að hafa rætt við vinnufélagana í dag og aðra foreldra í bekknum höfum við tekið ákvörðun.

Vildi samt óska þess að ég vaknaði á morgun og vupti… vondur draumur… og Svala gæti bara mætt í dönskutíma hjá Morten glöð í bragði.

En svona er lífið í dag…

4 Responses to “

  • Úff… já það er ekki búin að vera auðveld vikan hjá krökkunum og þetta á að sjálfsögðu eftir að taka nokkurn tíma í viðbót. Knús til ykkar allra!!!
    Kv. Begga

  • Hafdís
    17 ár ago

    Já það er alveg ömurlegt þegar fólk deyr.Ungt fólk sem er ekki tilbúið að fara né aðrir tilbúnir að sleppa.
    Knús til ykkar og góða helgi.
    Hafdís

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Jebbsen…. væri sko til í að vakna ……. kannast við þetta….. því miður alltof vel……
    Vona að þið hafið tekið rétta ákvörðun um jarðaförina……. veit hvað ég hefði valið. Sendi dótturinni þinni góðar og hlýjar hugsanir og ykkur hinum líka sem eruð hjá henni og veitið henni styrk og hjálp í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu.

    Í aðra hluti……. á Íslandi vaxa blóm!!!! Er svona langt síðan þú hefur komið til Íslands kona góð????? Að vísu eru þau rétt á leiðinni að opna sig núna þessa dagana…… en eru hérna!!!!! Vildi samt alveg geta labbað einn túr niðri á bílastæðinu við Sönderborghus….. þar sem trén eru hvít….. eða séð flotta túlipanatréð á móti Dómshúsinu í fullum blóma…… það er ekki til á Íslandi!!!!!! Sakna þess………. tala nú ekki um gullregnið eða kirsuberjatrén!!!!!
    Góða helgi.
    ég

  • Linda Björk
    17 ár ago

    p.s. gleymdi…… plejefamilie er fósturfjölskylda á íslensku!!!!
    Ennþá góða helgi.
    ég

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *