Edward

Heyrðu, við fórum út að hlaupa í dag… við hjónin!
Svo þegar við komum heim skein sólin enn og mig langaði ekkert inn.
Spurði Fúsa hvar trjáklippurnar með langa skaftinu væru…
Hann sagði: „ það skal ég sýna þér elskan mín“

Fór svo og sótti þær og tröppurnar.

(Troldhassel er kræklótt tré, margir klippa greinar af og nota sem skraut um jól og páska.
troll tr
)

Svo byrjaði hann bara… hann er gjörsamlega óður… hann byrjaði á litla Troldhasselinu… klippti og klippti… og ég alveg í öngum mínum… hann var sko alveg stjórnlaus… og ég hafði miklar áhyggjur af að hann myndi rústa forminu… en litla Toldhasselið slapp… og er núna nokkuð fallega formað.

Svo fór hann í stóra Troldhasselið… byrjaði á greinunum sem voru næstar honum… svo færði hann sig ofar… og svo flutti hann stigann útá götu… til að ná greinunum hinum megin… og æsingurinn var svo mikill… hann líktist Edward Scissorhands… hann lyftist upp af tröppunum og upp á tréð… lá þar kylliflatur og klippti og klippti… ég stóð fyrir neðan og greip greinarnar… stórar og smáar… greinar sem áttu að klippast og greinar sem ekki áttu að klippast… alltí einu fékk eg hugmynd. Ég ákvað að gera skreytingu… ég sökkti mér í skreytingarvinnuna og gleymdi Fúsa… og svo alltíeinu heyrði ég svaka hávaða… þá var Edward Scissorhands að renna á hausinn niður úr trénu… hann hafði farið of langt… eins og skriðjökull. En hann lenti mjúkt… hann lenti í vorblómunum.

Spurði svo: „ á ég að klippa e-ð meira?“
Ég: „ NEI“

Ætla ekki að láta hann fara í tréð sem er eins og pýramídi á hvolfi… þetta sem þarf að klippa eftir kraftinum.

5 Responses to “Edward

  • Hafdís
    17 ár ago

    Ég hlakka nú bara til að koma og sjá garðinn ykkar sumar, kem kannski bara við í teboð 😉
    Góða helgi.

  • Ég hefði nú alveg verið til í að sjá skriðjökulinn renna niður af trénu, hehehehehe…
    En af hverju fékk hann ekki að klippa meira??? ;o)
    Og svo af því að ég las tvær færslur í einu þá verð ég nú að segja að mér finnst frábært hvað hún stóran þín er dugleg í stafsetningunni, ekki amalegt að vera hæst alltaf, til lukku!!!
    Kv. Begga

  • Ágústa
    17 ár ago

    Þvílíkur dugnaður í ykkur hjónakornunum… út að hlaupa og klippa trén og alles.
    Verst að svona getur ekki verið smitandi :o)

    Bestu kveðjur í kotið…

  • hafdis, þá verðuru að taka teið með þér..;) ekki mikið af svoleiðis á þessu heimili 😉

    begga, honum er ekki alveg treystandi fyrir trjáklippingum… !!!

    ágústa… þú myndir gera það sama í þessum garði;)

    kv. ég

  • Drífa Þöll
    17 ár ago

    Ekki treystandi fyrir trjáklippingum segirðu? Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að senda ofurklipparann milli landa, það fer að vanta klipperí í garðinn minn. Hann gæti haft báða fætur á jörðinni þar sem mjög hávaxin tré fyrirfinnast ekki í Vestmannaeyjum…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *