Prófin sem láta mér líða vel

Ég er stanslaust að taka próf á facebook til að reyna að finna sjálfa mig. Þetta er góð leið fyrir sálartetrið og ekki síðra en rándýrt sjálfshjálparnámskeið sem segir þér að þú sért bara ugla og ekkert annað. Finnst mér ganga þó nokkuð vel í þessum prófum og hef ég komist að því að ég er frekar margbreytilegur persónuleiki sem hlýtur að vera mjög jákvætt. Ég er t.d.

  • blá
  • álft
  • hjartahlý
  • myrkur
  • kind
  • gul
  • rithöfundur
  • bómull
  • IQ 197
  • Barcelona
  • viðskiptafræðingur
  • agúrka
  • Garfield
  • rauð
  • Angela Merkel
  • gráðostur
  • Finnskur kertastjaki
  • jákvæð
  • tröll
  • sígauni
  • Nýja Sjáland
  • ítalskt rauðvín
  • buxur
  • hjúkrunarfræðingur
  • sænsk
  • og meðalaldurinn er bara 21árs!!! 

Trúið því eða ej! Aldursprófin tek ég næstum á hverjum degi og hef gert undanfarin 2 ár! Því hef ég meðalaldurinn á hreinu. Og þetta eru engin ruglpróf ef þið skilduð efast. Það eru stofnanir eins og bankinn minn, lífeyrissparnaðurinn og tryggingarnar sem búa þau til. Áræðanlega með hjálp góðs fólks eins og lækna, iðjuþjálfa, sálfræðinga, samfélagsfræðinga, mannfræðinga, meinatækna og múrara.

Eiginlega bara skil ég þetta ekki… sko… hvernig ég get haldið mér svona unglegri?!? Oftast fæ ég 23 ára en stundum líka 15 ára. Æði! Ég hreinlega dýrka þessi próf og tek meira mark á þeim en speglinum mínum sem sýnir að rassinn líkist meira og meira risastórum og fölum rúsínum. Ég meina, hverjum langar að verða fertugur? Og hverjum er ekki sama um afmælisgjafir í kílóavís? Mér er allavega sama, svo lengi sem prófin segja satt um aldur minn.

IMG_0584Annars er ég bara í þessum skrifuðu orðum að keyra á 170 km hraða á hraðbrautinni heim úr skólanum, ofur hress, sæt og ungleg. Ákvað að taka bílasjálfsmynd því mér leiðist svo mikið. Hef ekkkkeeert að gera! PLZ sendið mér snap girlz og ég sendi á móti!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *