Diskó friskó í Sönder

Ég held svei mér þá að ég sé meðlimur skemmtilegasta Íslendingafélags í heimi. Þessi föstu stórviðburðir eru á sínum stað og það bregst ekki, alltaf skemmtum við okkur.

Í dag er hinn árlegi Kvennadagur og því mikil tilhlökkun og miklar væntingar. Sorry Kvennadagsnefnd, þið eruð undir mikilli pressu! Á hverju ári hittumst við um hádegi, vitum ekki hvað við erum að fara að gera, tökum með okkur einkennilega hluti að beiðni nefndarinnar og erum að allan daginn. Klæðnaður er alltaf eftir veðri og verðið í lágmarki.

Hittumst síðan aftur um kvöldið, borðum saman, skemmtum okkur saman og höfum gaman. Í kvöld verður DISKÓ þema. Meira vitum við ekki.

Svona þemum tökum við háalvarlega … all in og vel það.

IMG_0239

IMG_0220

Stundum fattar maður ekki hvað maður á fína hluti. Þessi skór voru keyptir í Glasgow árið 1998 minnir mig. IMG_0213Ég var söluhæsta sölustelpan eitthvert tímabilið þegar ég var að selja Miranda snyrtivörur og vann því ferð til Glasgow fyrir tvo. Samt fannst mér ég aldrei selja neitt að ráði?!

En í verslunarferð til Glasgow fórum við og þetta var sú eina og jafnframt síðasta verslunarferð sem ég fór í. Aldrei aftur! Niðurlægingin var algjör þegar leigubíllinn hringdi eftir liðsauka þegar hann kom að sækja fjórar manneskjur með fjörutíu troðfulla svarta ruslapoka. Já þessi stórverslun sem seldi allt, var tilbúin með svarta ruslapoka fyrir Íslendingana. Sem okkur tókst að troðfylla af drasli!

Í vor opnaði ég kassa út í skúr og fann þessa skó. Var alveg komin að því að fara með þá á haugana núna í haust, ætlaði samt að funda um það með dætrunum fyrst og var bara ekki búin að því. Þeir eru ekkert á leiðinni á haugana … þeir eru að fara í diskópartý!

IMG_0228

Með öllu glimmerinu! IMG_0276

Og skemmtilega skartinu! Ekki samt þessu á myndinni. Vinkonum mínum blöskraði bara magnið og skipulagsleysið og reyndu að koma örlítilli reglu á hlutina … Tek það til eftirbreytni og í framtíðinni ætla ég að taka mig saman og flokka og koma röð og reglu á þessa fleiri hundruð eyrnalokka, hálsfestar og armbönd sem ég held til haga fyrir búningagjörninga okkar vinkvennanna. 4 skókassar allt í allt eru bara ekki að virka.

Í gærkvöldi var sniðið, klippt, títað og saumað.

IMG_0258IMG_0256IMG_0269

Áratuga gamla vöfflujárnið frá babyliss var líka testað eftir að hafa orðið nógu heitt eftir þriggja klukkutíma upphitun.

IMG_0261IMG_0267

IMG_0283

Og svo er bara að viðra diskógallann …

Diskó friskó! Í Sönderborg er diskóið við völd!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *