trefillinn, sjúkdómurinn og fæðingar

Þegar Svala var að hjóla í skólann í morgun flæktist trefillinn í keðjunni. Hún hringdi í pabba sinn sem kom og tók hjólið með sér því það var ómögulegt að losa trefilinn. Svala labbaði restina í skólann.

Kl. 2 hringdi hún í mig og bað mig um að sækja sig (stelpurnar mínar eru rosalegar duglegar að hjóla, en að labba… ónei)… ég sótti skvísuna (geri allt fyrir þessa prinsessu) og spurði hana á leiðinni í bilnum hvaða trefill þetta hafði verið. Hafði nefnilega kíkt í fatahengið heima og ekki saknað neins.

Svala: „æ þetta var svona rosalangur og ljós trefill…“
Ég: „hmm hugsi hugs“
Svala (mjög hratt og sannfærandi): „ en þú notaðir hann aldrei mamma, eða bara einu sinni eða tvisvar!!!“
Ég: „hmm var hann með svona mörgum ljósum litum?“
Svala: „já en þú notaðir hann ALDREI“
Ég: „hmm jú ég notaði hann nú mikið einu sinni…“
Svala: „shit“
Ég: „þetta er alveg ok… veit alveg að þú flæktir trefilinn ekki viljandi“
Svala: „hjúkk maður“

Vil nú bara segja ykkur lesendum að ég er engin gribba…

Í dag var ég að spjalla við vin á íslandi… hann og konan hans eru ein af þeim sem láta mann fá sting af söknuði… þau búa bara á svo skrítnum stað… á þessum stað er ekkert nema þau… samt er þetta þéttbýli.

Konan hans sem er btw vinkona mín, trúði mér einu sinni fyrir því að félags- og skemmtanalífið þarna væri á Egilsstaðamælikvarða… held að það sé margt líkt með Aglastöðum þarna… nema þarna er sjúkrahús… með deildum… ekki bara deild eins og á Aglastöðum.

Ég vildi óska að Aglastaðir væru ca 15 sinnum stærri… og nágrannabæirnir væru líka 10-15 sinnum stærri…. það er svo fallegt þarna… þá væru atvinnumöguleikarnir fyrir hendi. Gæti aldrei hugsað mér að vinna á sömu deildinni til æviloka.

Stundum held ég að ég sé með hræðilegan sjúkdóm… grunar að ég sé með immunologiskan sjúkdóm (e-ð með varnarkerfið…)… pæli samt ekkert mikið í því dagsdaglega… bara stundum… ætti kannski að pæla meira í þessu því kannski er þetta alveg hræðilegur sjúkdómur sem ég gæti dáið úr. Þetta hefur samt ekkert með skakka nefið mitt að gera… Fúsi heldur að þetta sé bara af þvi að ég var með hræðilegan sjúkdóm þegar ég var ca 1 árs… þá var ég næstum dáin (nú er ég ekki að djóka)… hef aldrei beðið um að fá að sjá læknajournalinn… og gleymi jafnóðum því sem mamma segir mér… man líka svo takmarkað eftir þessu þar sem ég var bara ca 1 árs. Þannig að ég veit ekkert mikið um þetta, nema skilst að þetta hafi verið e-ð immunologisk… og nú heldur Fúsi að það sé útaf þvi sem ég sé svona í dag. Ég held nú ekki… kannski ætti ég að hringja á spítalann sem ég lá á í gamla daga og biðja þá um að senda mér journalinn. Bara svona að ganni.

Nú er landsleikur… DK –TJE (1-1) og sumir alltaf jafnmyndarlegir. Ekki allir samt… fíla ekki t.d. Christian Poulsen.
En Rommedahl og Jon Dahl… ég vil fæða börnin þeirra…
Þetta segir maður nefnilega nú um daga þegar maður sér einhverja fallega og sexy karlmenn/stráka… alveg niður í 15 ára!!!
Þeir lesendur sem búa hérna vita hvað ég meina…

Það ennþá að snjóa… held ég… allavega snjór í bakgarðinum mínum… en þarf ekki að skafa bílinn 😉
Góða nótt

2 Responses to “trefillinn, sjúkdómurinn og fæðingar

  • Ohhh… þú heppin að þurfa ekki að skafa af bílnum.
    Þú verður nú að biðja þá að senda þér skýrsluna þína frá spítalalegunni þinni, ekki hægt að vita ekki hvað var að hrjá þig ;o)
    Og hvernig gengur nú verkefnavinnan hjá þér???
    Kv. Begga

  • Vinkona
    17 ár ago

    Það væri samt rosalega gaman af þú myndir flytja til okkar á þennan litla stað. Þá væru allavega ég og þú á þessum stað og síðan mennirnir okkar 😉 Og stundum gætum við kíkt í höfuðborgina og kíkt á skemmtistaðina, við yrðum svona eins „tvær úr Tungunum“.
    Langar virkilega til þess að hitta ykkur á þessu ári.
    Vinkonan

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *