voru líka páskar hjá ykkur?

Fyrir ca 4 vikum horfði Aldís á „Kollegiet“ hjá Mathilda. Það var miður dagur og myndin er hryllingsmynd.

Síðan þá hefur hún ekki getað sofið ein.

Fyrstu 3 vikurnar var systir hennar viljug til að sofa hjá henni, þá þurfti prinsessan nefnilega ekki að búa um rúmmið sitt. Svölu rúm var semsagt alveg óhreift í rúmar 3 vikur.
2-3 nætur í síðustu viku sváfu þær í Svölu rúmmi…

Í gær tilkynnti Svala að hún vildi sofa ein…

Shit… þá voru góð ráð dýr (fyrir Aldísi).
Aldís: „Svala, eigum við að sofa saman?“
Svala: „það kostar 3 tyggjópakka“
Fúsi: „nei Ásrún Svala… ekkert svona“
Svala: „þá nenni ég því ekki“
Aldís: „gerðu það…“
Svala: „NEI“
Aldís: „please… má ég þá sofa á gólfinu hjá þér?“
Svala: „(hugsi hugsi)… það kostar 25 aura“
Aldís: „ok :-)“
Aldís: „(hugsi hugsi) en hvað kostar í aurum að sofa uppí hjá þér?“
Svala: „kostar 5 krónur, veit ekki hvað það er í aurum“

Endirinn var samt sá að stóra systirin fékk að sofa ókeypis uppí hjá litlu systirinni…
Og við nánari eftirgrennslan skuldar stóra systirin litlu systirinni maaarga tyggjópakka!!!

Hér í DK eru búnir að vera páskar… fyrsti helgidagurinn var blautur… annar var sólríkur og æðislegur… svo kom laugardagur… skítkaldur… var plötuð upp í Danfoss universe…kalt? ójá… ískalt… og stelpurnar vildu bara vera úti… eina skiptið sem ég gat platað þær inn var til að fara á wcið og svo bauð eg upp á kakó.
Páskadagur… sólríkur og yndislegur… páskaegg og páskakanínur voru falin útí garði um 10 leytið… við fórum endanlega inn um 16 leytið… þetta var 3 dagurinn sem ég dundaði mér við að hreinsa mosa og gras upp úr fúgunum á flísunum… fjárfesti í alvöru græju til þess!
Ég skúraði meira að segja útitröppurnar á páskadag…

Gatan lifnaði við… grannarnir söguðu, mokuðu, grófu, virtu fyrir sér blómin og spjölluðu saman yfir limgerðin.

Í morgun vaknaði ég við hljóð í pabba (ekki mínum), hóp af börnum og snjóþotum… ég bý í brekku og brekkan er notuð þegar það festir snjó.

Skjótt skipast veður í lofti!

Í morgun hjólaði ég í fitness… sá EKKERT vegna hríðar.
Fór í sturtu í fitness og var sko ekki sú eina… allir fóru í sturtu í fitness eftir body pump í dag… þegar ég smeigði mér á milli kviknakinna kvenna í öllum stærðum og á öllum aldri, spurði ein: „já, var hægt að kveikja meira ljós…?“
Allar hinar voru með hvítan blett á rófubeininu… nema ég!

Afhverju getur fólk ekki bara náttúrulegt á litinn?
ég kem frá norðurlöndunum, bý í skandinavíu og samkvæmt náttúruvísindunum er algjörlega ómögulegt að ég sé brún á veturnar…

njótið þess að vakna snemma á morgun 🙂

2 Responses to “voru líka páskar hjá ykkur?

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Gleðilega páska!!! Ónei… þeir eru búnir!!! Vona að þeir hafi verið góðir og án „tynd mave“.
    Fæ hroll þegar ég hugsa til kóngulóanna í þvottahúsinu…….. skil vel að aðrir skuli vera settir í þvottinn!!!! Heyrist ekki svona í þeim þegar þær hlaupa yfir gólfið: gobbidi gobbidi gobb???? Það sögðu danskir vinir mínir mér þegar ég var að lýsa íslenskum hestum…. að þetta væri hljóðið í köngulónum á leiðinni yfir stofugólfið!!!! Jakkadi jakk!!!!!
    Ég panta hér með: fyrir og eftirmyndir!!!!!!!!!! Hef sko aldrei tekið eftir þessu með nefið á þér!!!! Þessvegna óska ég eftir og panta aftur: fyrir og eftirmyndir!!!!!! Vona að þetta gangi áfallalaust fyrir sig.
    Sko nú er ég byrjuð á enn einni ritgerðinni!!!!!
    En bara svona að lokum………. Grease var ÆÐI!!!!!!

    Kv. af Klakanum þar sem pákaliljur, krókusar og gækkeblóm eru farin að kíkja uppúr moldinni……. jú erum næstum því laus við snjóinn!!!!

    ég

  • jú einmitt Linda… það heyrist mjög hátt fótatak í köngulónum… hræðilegt!
    hehe þú myndir ekki sjá neitt á fyrir og eftirmyndunum þar sem ég sjálf hef ekki tekið eftir þessu fyrr.. .og sér varla skekkjuna.
    eru líka svona blóm á íslandi…? ég veit ekkert um blóm… en samt aðeins meira núna en árið 2007.
    takk fyrir gott kvitt 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *