Fuglalífið í súru og sætu

Aha dúfur í trénu mínu…. þrátt fyrir að ég hefi hlaupið öskrandi út í garð um daginn til að reka þær í burtu þegar þær voru að borða smáfuglafóðrið… einkennilegt!

Þær voru í stærsta trénu mínu í allan dag. Stærsta tréð mitt er ekki svo stórt… ekki miðað við tré nágrannans. Okkar er kannski svona 7-8 metrar og við vitum ekki hvað það heitir…
En það er hægt að klifra í því.

Og það er það sem gerir það að verkum að ég á eftir að liggja nakin í sólbaði í sumar… þetta tré skyggir á útsýnið frá húsunum í vestri.

En í dag voru dúfurnar í því… í allan dag. Ég veit ekkert um dúfur… nema þekki hljóðið í þeim (trauma síðan á sönderskovkollegienu) og hvernig skíturinn úr þeim lítur út.

Dúfa, dúfan, dúfur og dúfurnar er líka hræðilegt nafnorð… það er ekkert verra en þegar kvenfólk er kallað dúfur. Það fyrirfinnst samt (trauma úr bakpokanum). Einkennilegt!

En semsagt dúfurnar í trénu í dag.
Var alveg að fara að opna hurðina til að öskra á þær þegar mér datt í hug að þær væru kannski að hafa samfarir og ætluðu svo að gera hreiður.

Og ég elska afkvæmi… flestöll afkvæmi. Sjerstaklega á meðan þau eru ósjálfbjarga og nærast á móðurmjólkinni.

Það eru nefnilega 4 hreiðurkassar í garðinum mínum… held ég sé búin að fyrirbyggja hreiðurgerð og fuglasamfarir nálægt þessum kössum sökum forvitni. Búin að anda too much oní þessa kassa. Því miður.

Finnst það frekar súrt… sko að geta ekki stýrt sjálfri mér. Að fullorðin einstaklingur skuli bæði opna jólapakkana fyrirfram og kíkja oní hreiðurkassana í tíma og ótíma er ekki ásættanlegt (ásættanlegt… er ég ekki bara frekar sleip í íslensku???) ég ætti að skammast mín og temja mér meiri aga!

Vinkona mín kíkti í heimsókn áðan… sagði mér að stofna facebook til að hafa e-ð að gera í pásunum þegar ég byrja á ritgerðinni.

Þau voru að kaupa hús… flytja inn í það 5 dögum eftir lyklaafhendingu… svosem alveg hægt að búa í því eins og það er… en ætla að rífa niður einn vegg, nýtt eldhús, nýtt bað (en bara 1 af 3), mála 273 fermetra, e-ð á að ath gólfin og svo þarf að skipta út gluggum og þaki… þetta er allt 1. mál á dagskrá… mér finnst mitt litla fallega hús og kjallarinn svo mikið peace of cake þegar ég hlusta á hana…já og svo fylgja hænur með húsinu þeirra… er hægt að vera heppnari… þau fá 3 hænur og 2 egg á dag… ég elska hænur en ekki dúfur!

Börn og sumt fólk er komið í páskafrí.

Þessi blessuðu frí fara alltaf framhjá mér… gleymi að það séu að koma frí… planlegg ekkert, versla ekki stórt inn og skreyti ekkert. Stelpurnar mínar hafa í ár ekki enn látið í ljós skoðanir sínar á hefðbundnu páskafríi… allavega ekkert sem kemur mér ílla. Reyndar reyna þær að brjóta upp íslensku páskaeggjahefðina hvert einasta ár… finnst nefnilega fáranlegt að borða páskaeggið á páskadag… rökstyðja það með því að þær fái „tynd mave“ (þunnan maga =niðurgang) af öllu þessu páskaeggjaáti á einum degi. Líklega ca 4 vikur síðan Aldís byrjaði að suða um að meiga opna páskaeggið sem þá var komið í hús.

Ég á reyndar suðara götunnar… alveg handviss!!!
Góða nótt

4 Responses to “Fuglalífið í súru og sætu

  • Drífa Þöll
    17 ár ago

    Gleðilegt páskaeggjaát!

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Oooohhhh þú bjargaðir deginum í dag!!!!

    Er alveg búin að skilja þetta með sjónaukasjónina!!!!

    Ef þú gengur um með belti vopnuð hársrpeyi, vatnsúðara og mauraeitri þá ertu sko vel varin þegar þú ferð í þvottahúsið!!!! Ekki ætlar þú að láta aðra sjá um þvottinn????

    Stelpurnar fá atkvæði frá mér…….. finnst bara allt í lagi að þær fái að fara að byrja á páskaeggjunum……. gætu kannski opnað það (eins og sumir jólapakkana) og svo andað á það og vonað að það bráðnaði eða brotnaði og þá er ekkert eftir en að borða það!!!!! Annar fá þær bara tynd maga!!!

    Er að hugsa um að fara að hætta að kvitta…… þarf alltaf að segja svo mikið!!!!!

    Hils pils……..

    ég

  • Hehe… hvaðan skyldi hún hafa þetta með að vilja taka forskot á sæluna og smakka smá fyrirfram? hmmm…. látum okkur nú sjá, aha… hún er nú með slatta af þínum genum í sér og hefur þar að auki sér til afsökunar að hún telst ennþá vera barn.
    Njótið nú páskafrísins ykkar og munið að það er ekkert rosalega langt hingað yfir og ekki mikið mál að hella upp á smá kaffitár handa ykkur. Við kíkjum kannski í smá göngutúr með Eygló Rún & Sverri (áður en þau fara aftur til Íslands), en þú þekkir hana kannski þegar hún segir hæ við þig í návígi, híhíhí…
    Kv. Begga

  • sml Drífa 🙂

    Linda, ekki hætta ad kvitta því þínar ahugasemdir eru (finnst mér) gott supplement við færslurnar mínar… en gott ráð… en veistu… kóngulærnar í kjallaranum eru allsekkert líkar maurum… þetta eru klóakkóngulær… hrikalegar… svartar og öflugar… það eina sem bítur á þær eru kjarnorkuvopn… áfram Saddam Hussain… (í himnaríki).

    Begga, ég myndi aldrei opna páskaeggin fyrir páskadag!!! og ég suða aldrei… bara þegar mig vantar e-ð eða langar í e-ð…

    já við vitum hvað þið búið og þið eruð líka velkomin hingað yfir…

    gleðilega páska…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *