gæti stuðað einhverja… ekki samt meiningin!

Á þriðjudaginn tók ég dagvakt á 22.
Og svosem ekkert merkilegt við það nema hvað í formiddagspásunni sátum við deildarhjúkkan (Birte) einar og spjölluðum… eða hún spjallaði… Birte er nefnilega svoleiðis að hún talar rosalega mikið… en það sem er sérstakt við hana er að hún talar um svo skemmtilega og fróðlega hluti… hún er svo pólitísk og svo niðrá jörðinni og svo manneskjuleg plús að vera örlítið maskulin á sinn kvennlega tágrannahátt með sitt stundarglasamitti. Hún hleypur og stundar vetrarböðun (eins og margar aðrar á deildinni) og gengur stundum með hatt. Mér líkar rosalega vel við hana.
En það sem ég ætlaði að segja er að oft leiðist mér alveg svakalega fólk sem talar útí eitt… sérstaklega ef það talar um
• E-ð leiðinlegt (gerist frekar oft)
• E-ð sem það heldur að það hafi vit á
• E-ð sem dregur það versta fram í því
• E-ð sem sýnir hversu mikla sjónaukasjón það hefur á hlutunum.
Fór bara að pæla í þessu þegar ég sat og hlustaði á Birte tala… henni er alltaf svo mikið niðrífyrir… og mjög skemmtileg og klár… grunar að hún sé góður yfirmaður… og ein af þessum fáu sem má tala mikið 😉

Sá einhver þáttinn í fyrradag á tv2 um pörin þar sem konan var mikið eldri en karlinn… alveg brilliant þáttur… eða ok… fór líka þokkalega í taugarnar á mér … en gat samt ekki annað en hlegið að pörunum sem ALLIR horfðu á og allir voru að hrópa á…. ranghugmyndirnar í hámarki… svona týpur sem ganga með skilti á enninu og bakinu þar sem á stendur „leggðu mig í einelti“… þetta var svona þáttur sem var sýndur seint því hann er svo ónauðsynlegur… (er það „legðu“ eða „leggðu“? hvað er að verða um stafsetninguna mína?)
Bara til að hafa það á hreinu þá var engin að horfa á pörin eða hrópa á þau…

Í bekknum mínum hafa verið 2 svona týpur… aðra lögðum við í einelti fyrsta skóladaginn… (að hennar sögn) og hina lagði allur bekkurinn og kennarinn í einelti í heila viku núna í febrúar… það var valfag og þemað var matur og næring og að sjálfsögðu var mikið komið inn á offitu og hún tók því persónulega alla vikuna… og sagði að feitt fólk væri alltaf lagt í einelti… og varð BRJÁLUÐ þegar kennarinn sagði: „það hefur alltaf „mátt“ leggja feitt fólk í einelti…“ … kennarinn gafst á endanum upp á að útskýra fyrir henni hvað hún meinti með „mátt“. Að sjálfsöðu meinti kennarinn ekki að það mætti heldur „mætti“… þarna skipta gæsalappirnar höfuðmáli í meiningu setningarinnar.
stundum er alveg í lagi að þurrka textann „leggðu mig í einelti“ af enninu og hætta að leika fórnarlamb.
Það er pláss fyrir alla.
Það má heldur ekki misnota orðin…

Ég heyrði alltíeinu í þvottavélinni… hmm spúkí… var nú alveg viss um að Fúsi hefði ekki sett í vél áður en hann fór… og ekki setti ég í hana… úff varð nú svoldið smeik skal ég segja ykkur!!!
Þangað til ég mundi eftir að ég setti dúk í hana áðan, en ég hef bara verið svo snögg að því að ég gleymdi því.

Tölvumálin eru í hakki hérna… þessvegna get eg ekki byrjað á ritgerðinni.

Pósturinn bankaði áðan… með pakka… heyrðu, svo fór hann e-ð að klóra sér í nefinu… er viss um að hann hefur verið að stríða mér því ég er með stórt nef!!!

2 Responses to “gæti stuðað einhverja… ekki samt meiningin!

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Hvað er sjónaukasjón?????
    Er frekar forvitin…… langar dáldið mikið að vita það!!!!
    Kv. ég

  • eg sjalf
    17 ár ago

    hæ Linda
    thad er bein thyding af „kikkertsyn“ ;)… thrøngsýni.
    ef madur veit ekki e-d a madur ad spyrja… annars veit madur ekki neitt 🙂
    kv. eg

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *