hvað er hægt að gera?

ekkert að gerast… það stærsta sem gerst hefur undanfarna daga er að ég keypti ljós í eldhúsið… rautt úr ljósabúðinni og það kveiknar ekki á því…
semsagt ekkert að gerast… ótrúlegt!!!

mig dagdreymir ekki einu sinni… ég er eins og flatur bjór… greiði mér ekki og mála mig ekki heldur!

dröslast í ræktina og þegar ræktinni er aflýst drösla ég hluta af heimilisfólkinu út að hlaupa og læt 10 ára barn stjórna mér og gera útur mér!!!

Kannski ætla ég að fá mér of stóran skammt af frísku lofti á morgun.

3 Responses to “hvað er hægt að gera?

  • hehe! þú þarft þá að fara finna uppá einhverjum skandal og framkvæma! hrisstu þig svolítið svo froðan komi nú upp aftur!

  • Hvaða hvaða… flatur bjór hmmm… hljómar ekki sérlega spennandi, held að þér veiti ekki þessum of stóra skammti af fersku lofti í dag.
    Varstu að kaupa þér ónýtt ljós eða tengdirðu það vitlaust ;o)
    Kv. Begga

  • ég og skandalar… löngu liðin tíð skal ég segja þér 😉
    ég vona að ljósið hafi verið tengt vitlaust… án þess að ég sé að segja hver tengdi það 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *