Á FULLU AÐ LÆRA!!!

Núna sit ég þar sem Fúsi segir að ég eigi að sitja… í kjallaranum að rembast við að byrja a ritgerðinni. Ég geri oftast eins og Fúsi segir.

Ég fékk vakt á fimmtudaginn eins og ég hafði vonast til… reyndar var hringt kl 2140 og beðin um að koma á næturvakt (það sem ég vildi) en mér finnst bara svoldið erfitt að mæta með svona stuttum fyrirvara… en sagði náttl já, líka þar sem þetta var Augustenborg og ég hef ekki verið þar í næstum eitt ár… og þar sem ég þekki allt þar út og inn sem gerir það að verkum að það er auðvelt að koma á vakt… þessvegna skellti ég mér…
Þetta var “fastvakt” þar sem maður fylgist alltaf með sjúklingnum… hverri einustu hreyfingu… þessi var beltaður (þá á maður rétt á “fastvakt” samkvæmt lögum) og sem betur fer rólegur.
Vaktin byrjar náttl. kl 2300 og kl 2320 leyt ég á klukkuna… what…!!! fannst ég vera búin að sitja þarna í 2 tíma en það voru bara 20 mín!!!
Þá rann það upp fyrir mér afhverju ég hef ekki verið þarna í 1 ár…
Svo þurfti sjúkl náttl að reykja… þegar þeir eru beltaðir niður meiga þeir reykja inn á stofunum… að sjálfsögðu… og oft er tóbakið eitt það mikilvægasta í þeirra lífi. En ég fíla bara ekki að standa yfir sjúkl í hvert skipti sem hann reykir… og sitja í 8 tíma i reyk… hata það… lyktaði líka eins og týpiskur féló”klient” þegar ég kom heim.

Lét mig svo hlakka til vaktarinnar nottina eftir en það var á 22, deildinni þar sem ég var í praktik síðast… deild sem ég fíla, deildin sem ég var á þegar eg fékk 12 í prófinu… hef ég annars sagt ykkur frá því 😉 22 er þvagfæraskurðdeild (held ég) eða eins og við segjum bara hérna… kirurgisk urologi! Deild sem hefur flesta karlmannssjúkl og ekkert mikið væl. Góð deild!

En nú skuluð þið bara heyra… eftir næturvaktina á Augustenborg svaf ég bara í 2 tíma því ég hafði pantað tíma hjá háls,nef og eyrnalækni og frestað honum einu sinni og vildi ekki sleppa þessum… þannig að ég fór á fætur kl 1000. og sofnaði sama og ekkert eftir það. Bylti mér bara á sófanum seinni partinn. Og gat svo ekki misst af x-faktor um kvöldið.
Mætti svo á næturvakt á 22, frekar þreytt… kl 2310 hringdi fyrsta bjallan, það var ung kona… alveg gjörsaml móðursjúk… ólétt…
Kl 2320 hringdi næsta bjalla…það var lika kona… og heldur ekki mín týpa.
Kvöldvaktin sagði mér að það væru 4 svona týpur á deildinni…og óskaði mér góðrar vaktar.
Næturvaktarfélaginn minn sagði mér að deildin líktist G-deild… hvað er það nú á íslensku… gynækologi… gyn… hef ekki grænann… allavega bara fyrir konur og þeirra kjallara… kjallaradeild… hehe. vill einhver hjálpa mér?
Næturfélaginn minn hafði unnið á svoleiðis deild fyrir mörgum árum og sagði mér að þar væri mikil móðursýki… ljótt að segja það… hversvegna datt mér í hug að fara í hjúkkuna… nenni ekki að vinna með geðveika, börn eldri en 1 árs, konur, demente (kalkaða eða e-ð svoleiðis)… hvað er þá eftir? Sem betur fer hellingur skal ég segja ykkur 😉

En ég lifði af vaktina… alveg ágætis vakt þrátt fyrir allar þessar konur. Deildum p.n. pillum (efter behov/eftir þörfum) út hægri og vinstri og sögðum hinum og þessum að taka sig saman.

Laugardagurinn var hræðilegur eftir að ég vaknaði þangað til ég fór á 3. næturvaktina í Hörmarken 11.
Ég vaknaði ekki fyrr en kl 1300 í þeirri miklu trú á að það væri 1. laugardagur í mánuðinum og þessvegna bærinn opin lengi. Ég ætlaði nefnilega að kaupa kjól! Dró familiuna niðrí bæ kl 1430 til að sækja kjólinn en uppgötvaði á leiðinni að það var laugardagur nr 2. Svo engin kjóll þann daginn. Mikið ofsalega varð ég svekkt.

Svo var haldið á næturvaktina… að þessu sinni heima hjá Stínu minni sem er orðin svæfingarhjúkka… Brilliant party og brilliant bæjarferð… en sá gamli var ekki á Zansi… kannski er hann dáinn!

Í gær var handbolti hjá Aldísi… hún spilaði frábærlega… skoraði reyndar ekki nema 3 mörk… en fiskaði held ég 3 víti og olli fullt af mörkum með góðu spili… það eina sem vantar er meiri styrkur í handleggina… (hvaðan skyldi hún nú hafa það…hmm) en ég er búin að panta barnastera… þannig að þetta er allt að koma.

Þegar við komum heim fengum við þær gleði fréttir að það væri búið að redda 2 miðum (þvímiður bara 2) á High School musical nirði Alsion… þannig að pæjurnar verða að fara einar!!! Mig langar með… og mér finnst líka skrítið að senda þær einar… en þetta er draumurinn þannig að þeim er alveg sama.

Úff þetta var löng færsla… sorry…

2 Responses to “Á FULLU AÐ LÆRA!!!

  • Takk fyrir síðast

    svona kjallaradeild heitir bara kvensjúkdómadeild 😉

    knus

  • hæ Lára
    takk kærlega… þessu var alveg stolið úr mér… en hljómar mjög logisk 😉
    takk sml f síðast 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *