það sem ég gleymdi áðan!!!

Alveg rétt…
Ætlaði að segja ykkur frá því að það er komin hellingur af myndum inn á síðuna okkar… alveg frá júní…
Vildi líka segja ykkur að flestar myndirnar í júni og ALLAR í águst/september eru teknar á símann hennar Svölu.
Og hún tók 95% af þeim sjálf…

________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Ég er alveg að fíla mig í ræktinni í þessum hollum… hef ekki snert tækin og held bara að ég geri það ekki. Var svo heppin að fá ókeypis mánuð í viðbót…

Mætti aftur í body flow og andaði samviskusamlega inn um nefið og út um nefið í einhverjum thai ching (eða hvað það nú heitir) æfingum. Er orðin nokkuð góð í hundinum en ruglaðist svoldið mikið í sólarkveðjunni. Kemst ekki í spígat!!!

Kannski ég testi fitnessforum að loknum þessum mánuði ef ég fæ e-ð ókeypis þar 😉
Kannski eru sturturnar betri þar…

Krossaði við næturvakt í kvöld inn á heimusíðunni hjá Adecco…(afleysingarskrifstofa/vikarbureau), þessvegna rann ég saman við sófann í allan morgunn. Kannski fæ ég vakt. Fer nefnilega á næturvakt á K22 næstu nótt… þessvegna passaði svo vel að taka líka vakt í nótt… er bara svo vandlát… vil ekki hitt og ekki þetta… t.d. ekki heimahjúkrun og ekki neitt sem er lengra en 10 km frá Sdbg.
Þannig að þetta er orðið annsi þröngt… bara Sönderborg sjúkrahús og Augustenborg sjúkrahús… ekkert annað!

Er að spá í hvort fuglarnir mínir séu ekki orðnir svangir… ok, gaf þeim reyndar helling í gær… og svo komu dúfur og ætluðu að éta kornið en ó nei… engar dúfur í garðinn minn… ég út í dyr og öskraði eins og ljón (er ljón)… og þær hafa ekki komið aftur. Það eru 4 fuglahús í garðinum… og í einu þeirra er hreiður… veit ekki hvort það er gamalt og ónothæft eða hvort fuglarnir endurnýta (genbruge)… vil heldur ekki vera of forvitin…þá flytja fuglarnir.
Ætla að tjekka á stöðunni í fuglaræktinni.

4 Responses to “það sem ég gleymdi áðan!!!

  • það er gott að vera vandlát svo lengi sem maður hefur efni á því…

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Hvað fá hænurnar???? Eða varstu hætt við hænsnarækt????

    Er fallin í þessa gryfju að taka test!!!! Er búin að komast að þvía ð ég er hjertevenninde………… og að við verðum að deila honum Hugh!!!!! Skellti uppúr þegar ég komst að því!!!! Finnst það nú BARA fyndið!!!!

    Keðja af Klakanum, þar sem enn einusinni allt er komið á kaf í snjó!!!!

  • Kannski ég kíki á myndirnar ykkar, það er akkúrat EKKERT AÐ GERA hjá mér í vinnunni núna, frekar pirrandi.
    Vona að fuglarnir í garðinum þínum hafi það gott og að þú hafir fengið næturvaktina sem þig langaði í .
    Kv. Begga

  • eg sjalf
    17 ár ago

    ja Hrund og a medan thad er nog i bodi…

    Linda…
    hænurnar… eg fæ ekki leyfi… Fusi hefur ekki skilning a buskap!!!
    hehe kannski vid førum ad „deilast“ um hann…

    Fuglarnir blomstra.. eg vernda tha lika fyrir fjarans f
    dufunum… eg er nokkud god i thessu sko.

    kv. til ykkar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *