test

Í dag fór ég í „leiðbeiningu“ til kennarans míns sem er leiðbeinandi við ritgerðina mína… fann svona nokkurnvegin út hvað ég vill skrifa um… er hætt við allt sem ég hef áður nefnt hér á blogginu.

Á leiðinni heim kom ég við í Fötex og keypti mér 4 poka af haribo nammi… og vínber… nú er ritgerðartímabilið byrjað…

Þegar ég kom heim fór ég að hanga í tölvunni… hékk og dinglaði mér… en ekki í ritgerðarvinnu… ekki að leita mér að heimildum… ónei… heldur inn á kvinder.bt.dk…. e-ð sem ég er ekki vön að gera… (í alvöru).

Svo lennti ég í þeirri gryfju að byrja að taka test…
Hræðilegt… brýtur minn perónuleika gjörlsamlega niður…

Byrjaði á…
Hvilken kendt tv personlighed skal være din kæreste?
(hvaða þekkt tv persóna á að vera kærastinn minn?)

Þetta var svarið….
Du passer perfekt sammen med grinebideren Doug Heffernan fra ’Kongen af Queens’. Han er varm, humoristisk og omsorgsfuld. I vil gå en rosenrød tv fremtid i møde, hvor i klasker hinanden på lårene af grin! Bliver Doug for irriterende, så ring til kyniske og ironisk morsomme Frank Hvam fra Klovn.

Ég vissi ekkert hver Doug Heffernan er og hvað þá ”kongen af queens”… gogglaði því og þá kom þetta upp…

dh

Og mig langar heldur ekkert að vera kærasta Franks… þótt hann sé fyndin í sjónvarpinu.
Var að vonast til að svarið hefði verið: ”þú passar fullkomnlega við Rasmus Tantholt og Simon Kvamm vegna þess að…. ”

Svo tók ég testið um hvaða sex and the city persona ég væri… ok allir vilja vera Samatha eða Carrie eða Mr. Big… líka ég…!!! Nei, hver haldiði að ég var…? Ég var þessi Charlotte York…

Svo tók ég tískutestið… það var ekki alveg slæmt… ég er svona mellem… allavega engin tískumella.

Um daginn tók ég Sommertestið… þar var ég Anna… ég vildi vera Adam! Eða Lotte!

Svo tók ég líka x-faktortestið… þar reyndi ég að svara spurningunum til þess að verða Blachman… nei þá var niðurstaðan Remee… hvernig er þetta hægt??? En ok, ég var sem betur fer ekki Lina

Tók líka allskonar önnur test… t.d. um samtalseldhús… þar var niðurstaðan… ”ikke noget samtalekökken til dig” (ekkert samtalseldhus handa þér)… ok, mér er alveg sama, ég vill ekkert nýtt eldhús. Tók líka aldurstest, kynlífstest, vinkonutest, danstýputest og óléttutest… allt saman mjög jákvætt 🙂

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að taka fleiri persónutest… ef ég tek Friends gæti ég átt að hættu að vera Monica, ef ég tek Desp Housewifes gæti ég verið Lynette og ef eg tek Anna Pihl gæti ég verið Jan!!!

Ætla ekki að vera rugla í þessum testum meira…

4 Responses to “test

  • Það hefur verið nóg að gera í testunum hjá þér, hehe… vona þú sért farin í heimildaöflun núna, endurnærð eftir vafrið á netinu í gær ;o)
    Kv. Begga

  • eda ok, heimildarøflun er kannski svoldid snemmt til orda tekid… 😉
    svo langt er eg reyndar ekki komin;)
    en stutt i thad samt.
    kv. dss

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Vá…… langar að taka þessi test núna……. hvar eru þau staðsett í netheimum????
    Linkar óskast!!!
    Kv.
    ég

  • úff! facebook er að drekkja mér í svona testum!!!
    Annars á Doug Heffernan voða flotta konu……..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *