Föstudagsfylling

Honum Sigfúsi mínum (eiginmanninum) finnst ég hinn mesti tölvuböðull eins og ég impraði á hérHann sendir mér mjög íllt augnaráð í hvert skipti sem talvan dettur í gólfið eða ég leggst ofan á hana og hneykslast eins og snobbuð frú þegar ég treð henni ofan í íþróttatösku innan um hluti sem eiga ekkert sameiginlegt með tölvunni. Allavega, á þriðjudaginn síðasta var ég e-ð dösuð eftir helgina, setti því tölvuna á tröppurnar úti, kveikti á spotify (tónlist) og sofnaði síðan í hengisófanum. Skyndilega fær Vaskur e-ð tryllingskast, æðir inn í hús og feykir um leið tölvunni niður af tröppunum. Ég hugsaði í svefnrofanum: „yesss, nú er hún ónýt og nú fæ ég MacBook“. En nei nei, David Gray spilaði angurvært áfram sem benti til þess að talvan væri með fúlle femm. 

IMG_9344Ég hef ekki þorað að segja Fúsa frá þessu óhappi sem var í sjálfu sér ekkert óhapp. En hann yrði samt hrikalega fúll. Og sérstaklega veit ég að honum finnst fáranlegt að taka mynd fyrir björgun. Eins og að taka mynd af slysi og svo hringja 112. 

Annars stend ég mig með besta móti í húsmóðurshlutverkinu þessa dagana. Þessu hlutverki sem við konur keppum í. Hver póstar fallegasta matnum og borðbúnaðinum á facebook? Eða flottasta innanhússkrautinu? Sjáiði bara hversu hreinn ofninn minn er!

IMG_9342

Þetta er nú bara með eindæmum. Ég get hreinlega speglað mig í þessum hreina ofni! En þó ekki það vel að þið sjáið að ég var á naríunum þegar ég tók myndina. Ég gekk ekki svo langt að skella í unaðslega, litríka, girnilega, gómsæta, vítamínbætta, yfirskreytta hollustuköku til þess eins að hafa með á myndinni. Ekki að ég ekki geti bakað slíka köku eins og þið hinar. Nei nei, því allar þessar kökur ykkar sem þið deilið á facebook og láta mann nánast drukkna í eigin munnvatni, fita fólk. Strax á morgun! Jafnvel í kvöld. Og líka þótt við séum ekki heima. Þessvegna borða ég mest spínat um helgar.

Góða helgi!

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *