bóluplastið, ellin og bókasafnið…

3. Innflutningspartyið var ekkert party í þeim skilningi… bara fjölmennur hittingur heima hjá mér eftir skóla… en það var rosa gaman… eins og alltaf þegar við komum svona privat saman. Í gær var síðasti kennsludagurinn minn… held að við höfum verið 2 sem kláruðum í gær… margir klára eftir viku og margir klára eftir 2 vikur… verð að viðurkenna að ég sakna þeirra svoldið… finnst nefnilega gaman í skóla 😉

Í gær fór ég á fyrirlestur upp í danfoss univers. Peter A.G. (söngvari í Gnags) hélt fyrirlestur um „athygli/tilfinningar“ en ekki athygli sem við þurfum heldur athygli sem við veitum umhverfinu… virkilega athyglisvert!
Peter er æði… ég kolféll fyrir honum… klæðaburðinum sérstaklega… hef held ég aldrei séð mann á hans aldri í fötum eins og hann klæddist og bera það svona vel.
Við fengum góðann mat og þetta var bara frábært.

Beint á eftir fór ég á aðalfund ísl.fél. og svo var það djammið… bærinn… vitiði að ég hef ekki farið niðri bæ síðan á julefrokost 2007… og það var mislukkað… það var þegar ég hélt fyrsta innflutningspartyið… og bauð upp á heitt kakó.

Þegar halda átti í bæinn var sturlað veður… gjörsamlega kolbrjálað… varð frekar hrædd.
Fann leikskólakennararegnhlíf en þorði ekki að stela henni… hún var líka ljót. Tók ákvörðun um að stela bóluplasti af barni í staðin… bóluplastið varði mig fyrir óhemju veðurguðanna og ég sleppti því ekki fyrr en fyrir utan dyrnar á penny. (börn hafa heldur ekkert með bóluplast að gera… geta kafnað í því!)
(það er leikskóli á neðstu hæð hússins þar sem ísl.fél. er með aðsetur)

Skoraði líka ellina í nótt…
Hitti mann sem spurði hvort gamall maður eins og hann mætti bjóða ungdómnum upp í dans…!!!
Afhverju ekki…
Hann vildi svo hitta mig aftur… ég er að íhuga þetta allt saman og Fúsa finnst ég vera voða góð við aldraða.
Ég fór heim… alsæl… með besta skorið þetta kvöld… engin toppaði mig!!!
(hann var um 70tugt)

Dagurinn í dag hefur verið helgaður sófanum og svona eftirdjammvímu… getur verið svo sælt…
Fór reyndar á bókasafnið með Svölu… (sem btw er að springa úr stolti yfir að geta afgreitt sig sjálf… og þarf næstum ekkert á hjálp bókasafnsfræðingana að halda)
Og skiluðum, pöntuðum og lánuðum… svo ræddi ég við uppáhaldið mitt… javel… þið sem búið hérna vitið hvern eg er að meina… javel… hann ljómaði líka alveg þegar ég bað hann um að hjálpa mér að finna Stephen Hawkings…
„javel Hawking´s“ sagði hann og leiddi mig um ranghala bókasafnins…
ég spurði hvert við værum að fara…?
„í astronomi deildina gæskan…“
„aha, javel!!!“ sagdi ég bara og brosti… var ekki alveg að kveikja á þessum Hawking sem Fúsi hafði beðið mig um.
Svo sagði hann að þetta væri góð bók sem ég væri að lána… og brosti breitt.
Ég sagðist vera að lána hana fyrir manninn minn…
„javel“ sagði hann þá og brosti og spurði hvort ég hefði tíma fyrir Stieg Larsson núna??? (hafði nefnilega verið að pæla við hann um daginn)
„hmm, nei… verð að bíða aðeins með hann“
„javel“ sagði hann þá…

Góða helgi

One Response to “bóluplastið, ellin og bókasafnið…

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Javel……….. bóluplast……….. javel………

    Kveðja úr snjónum endalausa!!!!!

    ég

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *