búin að skíra nágrannan minn upp á nýtt

Ég vaknaði eldsnemma í gærmorgun til að fara til gullbakarans (vissuði að það eru 4 bakari alveg í nágrenninu við okkur?) svona til að vera góð við Fúsa minn og vera gestrisinn. Eftir morgunmat röltum við svo með Trine niður á lestarstöð í ísköldu en fallegu veðri… henni fannst frábært hvað við búum nálægt öllu… og getum bara rölt í lestina!!!

Fengum svo nokkra góða gesti í „kaffemik“ seinnipartinn og enduðum afmælisdaginn á að horfa á Mýrina… finnst hún of stutt og langt frá eins góð og bókin… Ingvar leikur æðislega… en er þó ekki eins mikill þumbi og í bókinni… og ekki eins luralega klæddur… mér finnst hann bara sexy. Ísland er fallegt að venju… húsin eru við að hrynja, alltaf rok og ruslaralegt… en samt fallegt. Væri liklegra efiðara að markaðsetja myndir í útlöndum með íslandi baðað í sólskyni og grænu grasi…

Í dag er ég búin að ath hvort fiðurfénaðinum mínum líði ekki vel… jú jú… þeir eru allir úttroðnir… og tísta af ánægju.

Í dag er ég búin að pússa restina af gluggunum… tók að austan í dag… bæði að utan og innan… Börge hefur bara verið snilli þegar hann setti þessa glugga í… svo auðvelt að þrífa.

Heilsaði þýsku nágrönnunum hálf hangandi útum gluggann… hún sagði svona hæ á ekta þýsku, með ekta þýskri röddu. Hey já, ætlaði að breyta nafninu á honum… úr Heinreich í Helmuth….
Þannig að nú heita þau Helmuth og Elfriede…. minnir mig. Þau hafa líka verið að sísla í garðinum sínum… voru e-ð að dunda sér í morgun. Jeminn ég veit ekkert um garða… enda fara ófá sms´in til garðyrkjuvinkonu minnar. Gæti kannski líka spurt Helmuth og Elfriede um ráð… þau kunna allavega að segja „hæ“… kannski kunna þau meiri dönsku.

Þarf virkilega að taka til í vingeymslunni minni og fara með flöskur í Fakta.
bæjo

2 Responses to “búin að skíra nágrannan minn upp á nýtt

  • alveg sammála með Ingvar hann er of sexý og mætti vera miklu meiri þumbi í þessu hlutverki, almennt flækist kynþokki hans ekkert fyrir mér
    knús til ykkar
    Sessa

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Líst vel á þetta……. finnst auðveldara að segja Hellllmúððh en Hænræjkjkjk.
    Tillykke med eiginmanninn.
    Kv.ég

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *