Tom, Dan, heitavatnid og x-faktor

Síðan síðast… pípinn kom og reif vatnstankinn niður og setti tandurhreinan hvítann kassa upp í staðinn og fór, ég tók eina kvöldvakt, og í gærmorgun vaknaði ég frekar fersk og fór í bað.

Ferskleikinn hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég var búin að bíða eftir heitu vatni í sturtuna í ca. 3 mín. Fór svo undir og var nýbúin að maka shampoinu í ljónsmakkann þegar heita vatnið hvarf. En það kom aftur… eftir ca 2 min. Svo makaði ég næringu í makkann og þá hvarf það heita aftur… en kom aftur þegar þegar það þorði ekki annað…
Við ákváðum nefnilega að spara okkur smá pening með því að sleppa hringrásarpumpu (cirkulationspumpe).

Fúsi hefur sjaldan verið svona heppinn að vera ekki heima!!!

Ég hringdi í Bendixsen (pípufyrirtækið) og sagði að ég vildi pumpu NÚNA!!!
Tom: ´það er ekki hægt´…
Ég: ´þetta er akut´!!!
Tom: ´lekur?´
Ég: ´nei, en þetta er haste haste´… (sjúkrahúsmál og þýðir líklega flýti flýti)
Tom: ´en lekur einhversstaðar hjá þér?´
Ég: ´nei, það lekur ekkert… en þetta er akut og ég verð að fá pumpu núna!!!´
Tom: ´þú getur ekki fengið pumpu núna… en ég skal tala við fjernvarmemanninn (hitaveitumanninn) og ath hvenær þeir geta sett upp pumpu…´
Ég: ´það er fjernvarmemaður í kjallaranum mínum… spjalla bara við hann og læt hann setja upp pumpu upp hjá mér því þetta er virkilega akut´
Tom: ´já gerðu það bara en vertu góð við hann´

Ég fór brjóstahaldaralaus niður í kjallara á fund fjernvarmemannsins og bar upp raunir mínar… reyndi að vera róleg… hann skildi mig ósköp vel og hringdi í vinnufélaga sinn sem kom með það sama því að við vorum innilega sammála um að þetta væri akut. Vinnufélaginn hreinsaði einhver rör og við urðum sammála um að bíða með pumpuna og testa dæmið aftur. Bað mig svo um að hringja aftur í Tom og segja honum að pumpan væri sett á bið.

Frábært að þurfa að hringja aftur… en sagði ´sorry hvað ég var brjáluð áðan´… mér var fyrirgefið…

Svo í gærkvöldi var matarklúbbur og ég gat ekki fengið líf í ofnana…
Í morgun hringdi ég í fjernvarmedæmið, kynnti mig og sagði hvar ég byggi plús að útskýra vandamálið…
Símakonan: ´bíddu‘ (og kallaði: ´það er þessi á Möllegade´)
Dan: ´ég skal taka hana´…
Mér leið eins og ég væri orðin þungur kúnni… kannski er ég það…
En Dan kom á innan við 2 mínutum… hann veit sko hvað ´akut´ hugtakið þýðir… og hann gaf mér gjöf… litla járnstöng… maður veit nefnilega aldrei hvenær maður fær not fyrir járnstöng….!!!

Svo hringdi ég á kommununa vegna stöðumælasektarinnar… spurði hvort það væri afsláttur á svona sektum… nei, það er það ekki… því að þetta er ekki sekt… þetta er ´afgift´… (gjald eða e-ð svoleiðis)… maður fær bara afslátt af sektum… Ooo súrt… en ok, þá hef ég bara fengið 3 sektir síðan ég flutti… hitt eru allt afgiftir… hljómar betur.

Við mæðgur fórum aftur út að hlaupa… og ég lét hafa mig útí að hlaupa þar sem fólk sér mig… stelpunum finnst alveg bráðfyndið hvernig rassinn á mér hristist… er eðlilegt að rassinn hristist eða er ég bara í hræðilegu formi???
En mér gengur fínt að hlaupa í nýja búningnum… fólk heldur örugglega að ég sé svoldið pro…!!!
Finnst ég líka hafa meira úthald í þessum buxum heldur en þeim gömlu.
Gesturinn okkar er löngu farin að sofa… A manneskja… og þar sem ég þaf að vakna mega snemma á morgun til að vera gestrisin og láta Fúsa opna pakkana sína (ég er svo spennt því ég keypti svoldið ógeðslega flott handa honum) ætti ég að fara að sofa og reyna að svekkja mig ekki á að Frederik datt út í x-faktor… hann er akkurat min týpa tónlistarlega séð…. átti að henda báðum grúbbunum út… báðar ömurlegar… áfram Blachman!

One Response to “Tom, Dan, heitavatnid og x-faktor

  • Dísa
    17 ár ago

    Vona að það sé komin hiti á vatnið hjá þér… Og ég er sammála…þessar grúbbur eiga ekkert heima þarna..
    Knús og góða helgi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *