útilífið

Munidi þegar ég sagði ykkur frá í síðustu færslu að ég hefði dregið Fúsa minn með mér út að sópa flísarnar…?
Það var eiginlega komið myrkur!

Í gær fór Aldís út að plokka arfa á milli flísanna… ég fór svo út til að tjekka á málunum og sá þá að sópunin kvöldið áður hafði lítinn árangur borið. Þannig að ég fór í stígvélin og tók mér kúst í hönd og sópaði allt aftur… útí öll horn og undir allar plöntur…
Aldís og Svala tóku svo bílinn í gegn að innan.
Sópunin minnti mig á skítmokstur… úff hvað ég þreyttist í hægri upphandlegg. En þetta var hressandi og nú er allt bara nokkuð hreint og fínt hérna fyrir utan hjá okkur.

Í dag fórum við á bílnum útí skóg (vitiði hvað ég bý langt frá skóginum?) og hlupum hring í skóginum… ekki hægt annað þegar við allar eigum orðið Asics hlaupaskó og ég varð nú að testa professionale hlaupabúninginn minn sem ég fékk á 449kr í Sportmaster um daginn.
Í dag var húfu og vettlingahlaupaveður.
Á morgun koma pípumennirnir og fjarlægja vatnstankinn í kjallaranum og setja upp hitaskifti (varmeveksler), og þá þori ég ekki annað en að vera heima svona mestallan daginn. Hefði getað fengið vakt í fyrramálið en tek kannski bara kvöldvakt ef hún býðst.

Nóg í bili…

2 Responses to “útilífið

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Átti bara svo innilega ekki von á því að „búningurinn“ hefði verið búningur!!!! Hélt sko í alvörunni að þú hefðir fjárfest í kjól, eða dragt eða eða einhverju í þeim dúr!!!!
    Kemur sífellt á óvart!!!!
    Kv. ég

  • Dísa
    17 ár ago

    Já það er ekki laust að verkin í garðinum freisti mans í þessu yndislega veðri. kanski maður grafi upp hrífuna og hjólbörurnnar um helgina.

    Knús og góða helgi.
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *