stokk bólgið gen

þarf bara að láta ykkur vita að ég er húsmóðir heimsins í dag… þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er buin að vera að þrífa… meira segja skúraði ég útitröppurnar áðan.
og er kolsvört á puttunum eftir að vera búin að pússa rúðurnar með Budstikken.
vitiði að fólk tekur meira að segja eftir þessu… bekkjarfélagarnir spyrja stundum hvort nýfundna húsmóðursgenið sé bólgið í dag… svona sérstaklega þegar ég á að vera læra eða e-ð annað gáfulegt.
og núna er ég orðin svöng og er að vonast til að studiebuddy´sinn minn sé að fá ógeð af fitness sprikli og nenni með mér á kaffihús.
og vitiði hvað ég er að hlusta á??? Sverri Stormsker… er ekki enn búin að fá ógeð að Herði, er bara hrædd um smit af samkynhneigð ef ég spila hann of mikið. En nú fer ég að droppa Sverri (þrátt fyrir yndislega íslensku) og setja Bob Marley á (eins og venjulega).

Já og svo eru komin fullt af blómum í blómabeðið mitt… svona lítil gul sem minna á sóleyjar. Veit ekki hvort þetta er íllgresi og hvort ég eigi bara að plokka þetta svona í sólinni… Pabbi segir að ég megi ekki plokka þetta… blóm séu blóm.
Þetta er svosem frekar fallegt bara… minnir mig á að uppáhaldsárstíminn minn sé á næsta leyti…
ætla að halda áfram að vera með bólgið húsmóðursgen og inn á milli halda í vonina um café ferð.
🙂

One Response to “stokk bólgið gen

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Fullt af bloggi!!!! Maður má auðsjáanlega ekki missa úr dag!!!!
    Eru þetta ekki gulu blómin sem koma upp um leið og Gækkeblómin???? Þá máttu sko ekki plokka þau!!!! ekki fyrr en það fara að koma túlípanar og annað góðgæti í garðinn þinn…… eða jú annars plokkaðu þau bara………. þetta er nú einusinni þinn garður!!!!!!!

    Kv. úr snjónum þar sem garðarnir hreinlega sjást ekki fyrir snjó!!!!

    ég

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *