Dilemmaet mitt liggur ennþá þungt á mér… stundum það þungt að ég á erfitt með andardrátt… en þrátt fyrir það er ég í sólskinsskapi… því það er sól og mér finnst ég og mitt vera mikils virði.

Fyrir nokkrum dögum fengum við bréf fra Estate (minnir mig) (fasteignasala) (ekki okkar) þar sem þeir báðu okkur um að selja húsið okkar því það væri svo mikil eftirspurn eftir húsum á þessu svæði. Svo fór ég e-ð að tala um þetta í skólanum í dag… og það hafði ENGIN fengið svona bréf… Bara ég!!! Sem segir mér að ég bý í eftirsóttu hverfi.

Sv o fór ég að gefa blóð og fékk verðlaunin sem ég er búin að bíða spennt eftir… og svo var ég spurð að því hvernig mér gekk í prófinu um daginn og ég naut þess að segja frá því (var ég annars búin að segja ykkur að ég fékk 12?) og allir í blóðbankanum komu og sögðu til hamingju!!! Ég meina, ég þekki nú ekki beinlínis blóðbankafólkið og þetta er ekki Aglastaðastærð á sjúkrahúsi… þannig að þegar fólk man eftir manni einhversstaðar frá og sýnir mánaðargömlu prófi áhuga, þá gleðst maður nú ósjálfrátt… er það ekki? Og svo fékk ég extra súkkulaði fyrir góða umönnun á manni einnar blóðbankakonunnar einhverntímann í haust.

Eftir blóðaftöppunina fór ég í apotekið… og viti menn… með VIP miða… svona miða þar sem maður bara fær augnsamband við starfsmann og hoppar yfir alla röðina… ekkert smá cool!!! Hehe með VIP miða í LöveApotek.

á leið úr blóðbankanum í apotekið labbaði ég niður göngugötuna… og ég bara spyr… hvert fór útsalan??? Ég hef misst svona gjörsamlega af henni… eina sem keypt var í ár var það sem Aldís verslaði sér… G-star jakki og Sparkz buxur á sanngjörnu verði… jú og Svala keypti sér bol og buxur einn daginn þegar hún var með pabba sínum í bænum. Sætt… ikk? En thats all… þótt maður búi við endann á göngugötunni fer maður ekki oftar í bæinn. Allavega ekki á opnunartíma… löbbum stundum í gegn á kvöldin og klínum nefinu á rúðuna á Juhls bolighus…

En þetta var semsagt bloggið um daginn í dag og litla hluti sem láta mig finnast ég vera mikilvæg (bæði í gríni og alvöru) 😉

gott í bili…

2 Responses to “

  • Hver voru svo verðlaunin í blóðbankanum?
    En auðvitað er gott að vita að fólk man eftir manni og því sem maður er að gera, frábært að þær skyldu spyrja þig um prófið, alltaf gaman að segja frá því sem vel gengur ;o)
    En hvernig er það, ertu búin að velja baðherbergið framyfir Grænland?
    Kv. Begga

  • nei Begga, get ekki valid… omøgulegt 😉
    eg fekk krus med bloddropa… tharf vist ad bida svoldid eftir rosendahl hlutunum… og svo kvøttu thær mig bara til ad drekka nog af kaffi og segja øllum vinum minum ad drekka lika nog af kaffi 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *