Heinrich og Elfriede

Í dag er óveður… þori ekki út!
Hjólaði heim úr skólanum og þarna hjá skurvognen hjá uno X stóð hjólið mitt bara kjurt. Var samferða Mulle (bekkjarsystir mín sem fekk þetta nafn án þess að hún veit það á 1. Önn) og hún bara kvarf… og ég gat ekki litið afturfyrir mig til að tékka á henni því þá hefði ég bara oltið í mót/hliðar sviptivindinum… og nú er líka úrkoma….þetta kalla ég sko óveður.

Nágrannar okkar til hægri er frekar áhugaverðir, við erum svona að vinna að rannsaka þá í rólegheitunum.

Heinrich er stór og mikill og með mikið grátt, krullað hár og það sama er að segja um skeggið.

Elfriede er ljóshærð og rosalega stór en ég hef aldrei séð framan í hana og veit því ekki hvort hún er með skegg eða brjóst.

Heinrich og Elfriede lesa mikið… stelpurnar segja að þau eigi óeðlilega mikið af bókum… sýnist það vera rétt. Heinrich spilar líka á hljóðfæri , sýnist það vera einskonar gítar. Á meðan hann spilar les hún eina af af bókunum.

Elfriede labbar um í garðinum kl 0550, sama hvernig veður er. Hún keyrir ekki bíl.

Hann er alltaf á bílnum sem er gamall grænn jeppi… sé ekki hvernig tegund þar sem ég hef bara séð ofan á hann. Heinrich finnst líka gaman að starta bílnum og keyra útur stæðinu og snúa honum og keyra aftur inn. Innkeyrslan er líka óeðlilega löng… kverfur e-ð inn í garðinn… gæti verið svona Narnia dæmi. Finnst líklegt að það sé ævintýraland í bakgarðinum, eða vopnaversktæði eða fangageymsla… kannski fyrir CIA!

Húsið er líka óeðlilega stórt… þó að Heinrich og Elfriede séu stór þurfa þau alls ekki svona stórt hús… kjallarinn er ALLTOF stór. Þannig að þetta er allt mjög leyndardómsfullt…

Núna er Svala að lesa fyrir mig enn eina drauga/hryllingssöguna… það endar með því að ég verð myrkfælin… svo óhugnalegar eru þær.

One Response to “Heinrich og Elfriede

  • Bara spennandi að fylgjast með nágrönnunum ;o) Ekki hef ég pælt svona í mínum nágrönnum.
    Sjáumst á eftir á öskudagsskemmtuninni.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *