danmark – kroatia

Dagurinn í dag er búin að vera frábær… byrjaði snemma þrátt fyrir slappleika eftir 1. house warming partyið í gærkvøldi sem byrjadi a bioferd (Fúsi segir að þetta hafi verið nr 2). Tók uppvaskið með glöðu gleði og hringdi svo í Elvu Rakel litlu systir sem á afmæli í dag… til hamingju elsku sys.

Aldís bað um að fá að baka köku og fór svo á netið og leitaði að uppskrift af bananaköku með súkkulaði. Ekki voru til egg, svo við skruppum á bílnum í netto í brjáluðu veðri… Aldís spurði hvort við hjóluðum bara ekki…. en ónei… alls ekki… enda lánaði ég hjólið mitt í nótt og því hafði ég frábæra ástæðu til að hjóla ekki. Aldís bakaði svo á meðan ég kíkti til Stínu sem er að djamma á þorrablóti akkúrat núna.

Kakan hennar Aldísar smakkaðist æðislega… (barnið er að verða snilli að baka) og svo horfðum við á leikinn Frakkland-kroatia. Góður leikur… fór eins og hann átti að fara.

Svo svaf ég fram að næsta leik… jeminn eini… ég held ég hafi bara ekki taugar í þetta… Danmark-þýskaland!!! Og þegar Lars Christiansen okkar… ég meina OKKAR (sönderborgari í húð og hár) kláraði leikinn misstum við okkur… og ég gleymdi að blikka augunum… og ég sem hafði verið að skera chilli… og svo nuddaði ég augun… frekar vont… og ekki nóg með það… ég snýtti mér í pappír sem ég hafði þurrkað mér um hendurnar í… og tókst einhvernveginn að draga andann í leiðinni (ekki spyrja mig hvernig) og nefið á mér brann að innan… líka frekar vont…. Svala stakk upp á að ég hellti mjólk upp í nefið á mér… hmm lét mig hafa sviðann. En vá hvað við vorum spennt… líka Fúsi sem lætur ekki svona hluti setja sig útaf laginu.
Síðan horfðum við á landssöfnunina… og stelpurnar spurðu um leið hvort þær mættu hringja og gefa…
Ég :“hmm afhverju“
Þær:“til að hjálpa börnunum“
Ég:“hvernig hjálpar maður þeim með peningum?“
Þær:“með því að byggja skóla og kaupa lyf við diarré“
Ég:“ ok, meigið hringja…“

Ég er bara ekki á því að leyfa þeim að gefa nema þær viti tilhvers… en svo vandaðist nu málið… þegar þær sáu Helle Thorning gefa 1000kr og að meðal upphæðin frá þeim sem hringdu væri 717 kr, vildi Svala gefa meira… okkar upphæð var ekki nóg… ég reyndi að segja henni hversu mörgum börnum við hjálpuðum ef 4 kr dygðu handa 10 börnum… hún var samt ekki sátt… vildi 3falda barnafjöldann… ég reyndi að rökstyðja mitt mál… og hún kom með sín rök a moti… svo vildi hún reyna að vinna bílinn… en þar sem þetta var Skoda sagði ég klárt nei… það myndi sko engin Skoda standa í bílskýlinu mínu… svo kom Alex á sviðið… þá datt umræðan uppfyrir.
Dagurinn á morgun verður svipaður… rólegheit og spenna… og við viljum enga gesti frá kl 1530 (nema þeir vilji horfa á handbolta)… hlakka svo til… og nú verðum við öll að krossa fingur í alla nótt og alveg þangað til leikurinn á morgun er búin.
Góða nótt

One Response to “danmark – kroatia

  • ALLIR FINGUR Í KROSS HJÁ MÉR!!!
    Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur og ég hef trú að þeir landi sigrinum í dag, þ.e. dönsku drengirnir ;o)
    Góða skemmtun við imbann í dag!!!
    kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *