Deilingarnar á facebook…
Æ fyrirgefið 14 sinnum… að ég skuli kæfa ykkur svona í bloggi í dag… en kommon… fjögra daga einangrun! Ég þarf bara að aðeins að anda!
Í dag rakst ég á litla grein á Pjatt.is sem vísar í rannsókn um að karlmenn fíla ekki fyndnar konur nema til einnar nætur gamans. Þeir vilja frekar að konurnar hlægi að bröndurum þeirra í staðin fyrir að þær segi brandara sjálfar. Þeir vilja helst giftast kímnigáfugerilsneyddum konum.
Stuttu seinna átti þetta samtal sér stað þar sem við lágum í skeið í sófanum;
F: „lastu greinina sem ég deildi á facebook um daginn um blablablabal…?“
É: „hmmm deildi ég henni ekki líka?
F: „Já var það? og lastu hana?“
É: „Nei…“
F: „Ha, deilirðu bara án þess að lesa?“
É: „Já ef þú ert búin að deila því sama á undan… :)“
F: „??? ertu ekki að djóka?“
É: „ef þú deilir, er það sama sem grænt ljós fyrir mig… þá get ég líka deilt og veit að það er mikið vit í því sem ég deili og þarf því ekki að lesa það sjálf…“ (hann Fúsi minn er mikið mikið mikið gáfaðri en ég).
F: „Vá er það? Æðislegt! COOL!!!“
Held svei mér þá að karlmenn vilji hvorki fyndnar konur né konur með skoðanir…
Þetta þýðir að ég er steinhætt að segja gamla klámbrandarann sem inniheldur froskalim og deili héreftir aðeins því sem eiginmaðurinn deilir.
Já svona getur lífið verið auðvelt 🙂