Fyrir nokkrum dögum þegar ég var að ná í hjólið mitt inn í skúr sá ég hrikalega stóra þúsundfætlu á fleygiferð út um allt… svo var hópur af „bænkebidder“ á einum staðnum… örugglega tilbúnar til að ráðast á þúsundfætluna.

í gær sá ég risa snigil… svona ca. 7cm langann… hugsaði með mér að skúrinn væri farinn að líkjast skordýrasafninu í Vissenbjerg!
í morgun sá ég snigilinn aftur… en svo fauk hann alltíeinu til… hmm ekki möguleiki… þannig að ég kannaði málið… þá var þetta bara fjöður af Solsort… ekki það að ég hefi verið hrædd.

Núna eru bara 2 dagar eftir af praktikinni ógurlegu… 6. annar praktikin er svoldið þekkt fyrir að vera seinasta sían…
og mig langar að vera lengur og læra meira!!!
er farin að fíla mig í botn eftir að hafa gengið í gegnum ýmislegt (frustrationer)…
Núna eru líka allir alltaf e-ð að káfa á mér (klappa mér á bakið og taka utan um mig)… er það afþví ég fékk 12???
Alveg viss um að mín verður saknað… hmm allavega á eg eftir að sakna þeirra!
góða nótt

8 Responses to “

  • Hæ hæ, Til hamingju með húsið. Mig langar svo til að sjá myndir. Hvar keyptuð þið hús?
    kv. Hildur

  • Guð minn góður, er maður svolítið eftir á.
    Ég fór aðeins í eldri blogg hjá þér og sé þá að þið eruð búin að gifta ykkur.
    TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA ALLT SAMAN. Þetta er ekkert smá flott hjá ykkur.

    p.s sá líka hvar þið keyptuð hús? 🙂

    Vantar bara myndir eða eru þær einhverstaðar á síðunni?

    kv. Hildur

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Djöst rúntíng aránd………
    Hils pils
    ég

  • hæ og takk fyrri kvittin
    thad eru engar myndir komnar inn enn tha… koma thegar timi gefst til… 😉
    knus dss

  • Hæ hæ… bara aðeins að kvitta fyrir innlitinu.
    Það er greinilega fjör í skúrnum þínum Dagný ;o)
    Kv. Begga

  • Hafdís
    17 ár ago

    Gott að ég skoðaði ekki hjá þér skúrinn…..ekki það að ég sé heldur neitt hrædd við skordýr, er bara lítið hrifin af fljúgandi sniglum og svona.
    Góða skemmtun í praktík, þín er ábyggilega saknað úr skólanum og þá átt þetta káf skilið, enda fékkstu 12!
    Kveðja Hafdís

  • já skordýraflóran hér heima er sæmilega mikil miðað við „heima“…

  • Dísa
    17 ár ago

    Já nú eruð þið komin niður á jörðina (loksins) með garð og alles. Þá er sko eins gott að venjast skordýrunum, enda eru þau nú flest meinlaus greyjið. svo hefur þú nú alltaf hann Fúsa þinn til að fjarlægja fyrir þig kongulær og svona ik???

    Já og feitt knús og til hamingju með 12una….þú ert náttla bara snilli.

    Knús
    Dísa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *