Marx

Ég er búin að sitja í 7 mín og hugsa um hvað ég ætti að skrifa… langar að blogga e-ð stutt en er algjörlega hugmyndalaus. Dettur bara langt blogg í hug… og ekki vinsælt hjá öllum…sko það langa! Og ég nenni heldur ekki að blogga langt í dag. Því dagurinn í dag er búin að vera grár og þungur. Veðrið er að gera mig og mína fjölskyldu galna. Aldís stundi frekar hátt í morgun þegar hún sá næstum hvíta jörð úti.
Ég mætti rök og skítug í skólann, fullt af bílum sem skvettu á mig (sem þó er skárra en að vera næstum keyrð niður) og kennarinn svingaði upp og niður í skapinu (sú sama og skammaði mig).

Ég er bara alls ekki í stuði til að blogga, hvað kemur til… eða sko mig vnatar eiginlega alls ekki hugmyndirnar, nenni bara ekki að skrifa þær.

Og ekki nenniði að heyra um okkar dýpstu fjölskyldu einkamál… eins og t.d. hvort einvher sé lasinn eða frískur. Eða hvað við höfum verið að gera eða erum að fara að gera. Eða hvort okkur líkar við tilveruna eða ekki. Eða hvernig bíllinn hefur það, hversu skítug hjólin og bíllinn eru, hvert við fórum í síðasta hjólatúr um síðustu helgi, hversu margar bólur blómstra akkúrat núna eða hvort e-ð hefur verið verlsað á útsölunni, eða hvernig nýrun í mér hafa það eftir að Fúsi fann upp á nýju fantabragði… Nei andskotinn.

OMG þvílíkt ástand, en ekkert í líkingu við ÁSTANDIÐ forðum daga.

Svona getur tilveran verið snúin til tilbreytingar og alls ekkert látið af stjórn, eins og maður helst vildi.

Er ekki merkilegt að 1/10 hluta fyrripartsins í dag leitaði hugur minn til Jóns Inga kennara í ME? Það eru svo mörg ár síðan (finnst mér) að hann var kennarinn minn, en þar sem ég er frekar ung miðað við svo marga aðra eru í rauninni ekkert mörg ár síðan. Jón Ingi reyndi að kenna mér félagsfræði og stjórnmálafræði… man bara eftir að e-ð var Marx hafður með en ég fattaði hann ekki þá. Grunar að ég hafi verið gjörsamlega ómóttækileg fyrir þesskonar hugmyndafræðingum í þá daga.
En í morgun stóð ég og framlagði um Krítiskar kenningar út frá Frankfurtarskólanum og óskaði þess að Jón Ingi hefði séð til mín og séð að það væri e-ð að rætast úr stelpunni.
Er þetta ekki merkilegt?

marx

Jamen jamen… best að fara að gleypa í sig kvöldmatinn áður en ég fer í foreldraviðtal og slutta þessu ótrúlega tilgangslausa bloggi áður en það verður of langt (hvað er of langt?).

Og já, nú kemur það, vissi að ég ætti að blogga, mundi bara ekki afhverju… Alveg hreint hjartanlega til hamingju með daginn Helena Mist og pakkinn fór í dag, þannig að þú ættir að fá hann á laugardagsmorguninn. Eða Guðný, viltu útskýra það fyrir henni…
Einmitt þarna var tilgangurinn, enda er tilgangur með öllu.

Over and out

2 Responses to “Marx

  • Helena Mist
    19 ár ago

    Hæ Dagný frænka

    Mamma sagði mér að pakkinn frá ykkur hefði farið aðeins seint af stað…en ég skildi bara bíða róleg…. hann kemur.
    Ekkert mál, hlakka svo til að opna hann…
    kær kveðja
    Helena Mist

Trackbacks & Pings

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *