með hverju fóðrar maður?

blaameis

Ég var nú bara að spá með þessa fugla hérna… við erum sko með nokkrar blÃ¥meis hérna í garðinum okkar og það þarf náttl að fóðra þær… keypti kúlur um daginn en þær vilja ekki þessar kúlur… það virðist engir fuglar vilja þessar kúlur… samt eru þetta fuglakúlur!
Einhver ráð?

(einusinni hélt ég að blaameis og maríuerla væri það sama… bahaha)

Hvernig getur maður undirbúið sig fyrir próf þegar maður veit ekki hvernig prófið fer fram??? Verður gaman að sjá hvað kemur útúr þessu!!!

Börnin mín (+Fúsi) hafa fengið playstation í fyrsta skipti á ævinni… ég gat víst ekki lengur streyst á móti.
Ég skaust upp á sjúkrahús seinnipartinn og þegar ég kom heim aftur voru börn og nágranni í apaleik. Mér var boðið að vera með þar sem 4 geta spilað í einu. Ákvað ég að sýna börnunum mínum að ég er mamma sem get leikið á gólfinu (þau hafa aldrei séð í þeirri stellingu). Mér fannst alveg fínt fyrsta korterið… en eftir 3 korter með öpum og eintómum tilviljunum um hver fengi stig var ég komin með nóg.
Fatta bara ekki hvernig fólk nennir þessu!!!

Over and out.

One Response to “með hverju fóðrar maður?

  • Heba Maren
    17 ár ago

    hæ
    uuuu ég veit að mamma tók afganginn af smákökunum og braut þær niður í smátt og henti þeim út og fuglarnir borðuðu það með bestu list..haha… allavegna hugmynd;)

    knús til ykkar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *