hehe fann gamla færslu a desktoppnum sem aldrei var kláruð né send út!!!

3. í jólum… enn snjóalaust og enn jól.
Aðfangadagurinn hjá okkur rann upp ofboðslega bjartur og fallegur… enda þorláksmessukvöld fallegasta kvöld síðan við fluttum í húsið okkar.

Á aðfangadag dunduðum við okkur við að fínisera herbergið hennar Aldísar, hengdum upp hitt og þetta rýmdum til á gólfinu…

Stelpurnar fóru svo á skauta í nístingskulda og við Fúsa fórum í labbitúr niður að lestarstöð/Alsion að sækja bíl…. hafði ég velt því fyrir mér leiðin væri ekki nógu löng og að kannski myndi ég bara labba ein til baka… En my god… þetta var kaldasti dagur ever… og þegar við löbbuðum yfir brúnna hélt eg fyrir andlitið!
Þegar heim var komið fór ég að gera Waldorfsalat og þar sem ég hafði gleymt að kaupa súkkulaði, þurfti ég að nota Daimsúkkulaði frá Maribo í staðinn… úff frekar sætt.
Borðið var svo dekkað… fann hvítar servíettur í barnum og lítinn gamlan dúk frá ömmu… skellti þessu svo oná lakið… og vúptí… eða hvað??? Ekki alveg nóg… sendi eiginmanninn út í garð til að klippa svosem eina Troldhasselgrein fyrir mig… og setti hana í vasa og hengdi litlar hvítar kúlur á… þá var allt klappað og klárt… minn sparilitur er nefnilega hvítur…

Og þar sem allt var ready í fyrrafallinu var afslöppun í sófanum… og var ég vakin kl 1615 með símhringingu og beðin um að koma með og hjálpa til við þrif niðrá Lofti (salur ísl.fél.) eftir skötuna daginn áður. (þau hefðu nefnlega ekki nennt að þrifa kvöldið áður!!! Ég dó samstundis… vissi ekki hvert hjartað í mér ætlaði… sá sem hringdi sagði að þetta tæki enga stund… yrðum líklega búin fyrir kl1800…. var á fullu við að reyna finna haldbæra afsökun til að fara ekki, þegar þessi fyndni fór að hlægja og sagðist vera að djóka… ég varð ekki einu sinni fúl… svo fegin varð ég að þurfa ekki að þrífa gamla skötubrák.

Kl. 1750 lokaði ég mig inn á baðherbergi með Svölu og skipaði eiginmanninum að passa sykurinn á pönnunni, Aldís sagðist verða við hlið hans og með allt á hreinu því brúnuðukartöffluprocessinn hafði verið útskýrður í matreiðslu… eyddum við dágáðum tíma í að punta okkur og greiða… og þegar ég kom niður var sykurinn alveg að verða svartur… og ég náttl kippi pönnunni af hellunni og reyni að bjarga því sem bjargast gat og í öllum hamagangnum skvettist sykur á puttann á mér og ég sting puttanum upp í mig… Greinileg þar!!! Brenndi efri vörina á mér meira en puttann… fékk þessa svaka blöðru á vörina!!!

Fengum fullt af góðum pökkum… m.a.

ilmvötn
gönguskó
rúmföt með nöfnunum okkar
bækur
cd
dvd
stóla
teppi
peysur
íþróttatöskur
og mjög margt fleira

Síðan gerði Aldís desertinn þar sem ég hafði steingleymt að hugsa fyrir honum (roðn) og allir komnir með ógeð af risalamande!!!

Jóladegi var eytt með bor og hamar og síðan í hangikjöti með Stínu og Palla og fjölskyldu eins og venjulega.

4 Responses to “hehe fann gamla færslu a desktoppnum sem aldrei var kláruð né send út!!!

  • Notalega svona jólafrí…
    Takk fyrir okkur í gær, mjög góður matur og enn betri félagsskapur.
    Knús í kotið, Begga

  • Dísa
    17 ár ago

    Gleðilegt ár kæru vinir! Hittumst vonandi sem fyrst.
    Knús
    Dísa

  • Drífa Þöll
    17 ár ago

    Gleðilegt ár! Vona að þú sért að jafna þig á blöðruselssyndróminu.

  • takk f kvittin… 🙂

    Drífa, er það þegar maður borðar yfir sig…? ætla sko að borða yfir mig langt fram á vor… og næstum bara kjöt!!! 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *