þorláksmessa

Desember… uff, hlakka til á næsta ári… engin próf, engin praktik, engin húsakaup, engin íbúðarskil… bara hrein afslöppun 😉

Næstum allt var klárað í dag… allt nema það sem ég gleymdi… er samt ekki enn búin að fatta hverju ég gleymdi!!!

Í dag var bara gaman að versla… í rauninni fyrsta skiptið sem ég naut þess… líka svo gott á svona dögum því þá eru ekkert svo margir í bænum og engar biðraðir… nema á kaffihúsunum… Aldís fékk jólaföt… það gleymdist víst og hún sagði ekkert… en í dag tróð ég upp á hana hástískufötum… hún vill helst bara vera í náttfötunum á jólunum. Enduðum svo útí horni á milli risapúða inná Ib og fengum okkur kökur og kakó.

Í gærkvöldi fórum við hjónin í gegnum jólatrésskrautið og hentum alveg helling… i dag fórum við í kvickly að klára að versla í matinn og mundi ég alltíeinu eftir að ég þyrfti að kíkja eftir kúlum á tréð… ef það ætti ekki að vera hálfnakið… fann 40 kúlur á 20 kr… einu kúlurnar sem eftir voru… duga fínt!

Við erum alltaf að henda… líklega af því að það er ekki pláss fyrir neitt auka drasl sem óþarfi er að eiga. Við hendum eiginlega óeðlilega miklu…

Vantar einhverri stelpu í nágrenninu Bratzbíl með útvarpi…? Svala vil selja sinn. Svo vilja þær báðar selja diddlveggklukkurnar sínar… allt á sanngjörnu verði. Þær eru að safna sér fyrir mottum í nýjustu tísku (úr Garant) til að setja á gólfin sín. Sáum geðveikar í gær.

Við slepptum skötuveislunni í ár… okkur finnst skata reyndar ekkert góð og gátum sleppt saltfisknum því við höfðum svo margt annað að gera.

Jólakortin fóru ekki til íslands fyrr en á föstudaginn… veit ekki hvort þau náðu 🙁
Jólakortin hér innanbæjar og í nágrenni ná víst ekki í ár… svo sem ekki hundrað í hættunni þar sem eg get slummað flesta á jólaballinu… er það ekki bara betra en kort??? 😉

Í fyrramálið verður herbergið hennar Aldísar tekið í gegn… það er það eina sem vantar nauðsymlega að koma lagi á fyrir jól!!!
Svölu herbergi var neglt sundur og saman í gærkvöldi… og nú passar hún vel upp á að það sé alltaf kertaljós í öllum kertastjökum til að hafa rómantískustu stemmingu ever… enda uppfull af rómantík þessa dagana.

Jólapistill í ár??? Efast um að ég nái því á morgun…. hver veit samt… langar allavega rosalega í göngutúr á morgun… langaði líka í kvöld en minn nennti ekki. Ég þori sko ekki að labba ein í myrkrinu. Reyndar er veðrið alveg ofboðslega fallegt núna… vorum að fara með tonn af rusli útí skúr áðan og þurftum varla að kveikja ljós… svo bjart er… og mars er alveg við tunglið… hefði getað klætt mig í kraftgalla og verið úti alla nóttina.

Jólapakkarnir fóru undir tréð áðan… og pakkinn frá mömmu sem er pakkaður inn í svo lélegann pappír opnaðist meira en ég fatta samt ekki hvað þetta er… virkar eins og dúkur… eða sængurver… skrítilega brotið saman… kannski svunta… þá dey ég!!! Vantar alveg dúk… líklega verður bara lakið notað aftur í ár… gleymdist alveg að kíkja eftir dúk… og já shit… gleymdi servíettum… hlaut að vera að e-ð hefði gleymst.

Getur maður verið þekktur fyrir að nota eldhúspappír á aðfangadagskvöld???

8 Responses to “þorláksmessa

  • Drífa Þöll
    17 ár ago

    Jólin koma þó svo að eitthvað gleymist. Njóttu þess bara að nota tissjú.
    Gleðileg jól!

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Jebbs……… maður getur gert það sem maður vill!!!!! Svo hvort maður verði svo þekktur fyrir það er annað mál!!!!

    Jólakveðja af Klakanum þar sem von er á hvítum jólum!!!

    ég

  • þú föndurkona á framabraut ættir að getað gert jólaservíettur úr eldhúspappírnum!!! Ég gleymdi rauðvíninu og bý því til rauðvínssósu án rauðvíns…Kannski Ísabella vilji kaupa Diddle veggúr ef ég gef henni pening. Hún er að læra á klukku núna.
    Búin að óska ykkur gleðilegra jóla, það gildir enn svo ég segji það ekki aftur……

  • Gleðileg jól til ykkar á Møllegade!!!
    Ég geri nú reyndar ráð fyrir því að ég komi við hjá ykkur í dag með jólakortið ykkar (þar sem þið mættuð ekki í skötuveisluna í gær til að taka á móti því þar).
    Knús á ykkur öll frá okkur öllum,
    Begga

  • Dísa
    17 ár ago

    Megið þið eiga virkilega gleðileg og notaleg jól í nýja húsinu ykkar. Vonandi sjáumst við nú eitthvað að ráði um jólin og náum að hugga okkur eitthvað saman.

    jólaknús
    Dísa, Snorri, Sævar og Dagný Eva

  • Guðbjörg Valdórs
    17 ár ago

    Gleðileg jólin til ykkar kæra fjölskylda.
    Gaman að heyra hvað þið hafið það gott í nýja húsinu, en ég vil samt sjá myndir er svooo spennt.
    Og með pakkann frá mömmu þinni, veistu Dagný þú ert bara frábær skrifar svo skemmtilega… vona að þetta sé þá ekki svunta.. hehe.

    Jólakveðja,
    Guðbjörg og strákarnir.

  • Soffía, Valdi og Halldóra Björg
    17 ár ago

    Kæra fjölskylda,

    Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

    Bestu jólakveðjur frá Húsavík

  • Hafdís
    17 ár ago

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott.
    Kveðja Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *