Hó hó… imalive!!!

Ég elska ad búa í húsinum mínu… elska að koma heim og parkera bílnum í ljósashowinu, eða parkera hjólinu inn í skúr. Elska að kveikja útiljósið utanfrá ef það er slökkt og fara inn og vera ein í heiminum. Finnst líka meiriháttar að fara út, setjast á þurrt hjólið eða setjast inn í bílinn í skyni frá ljósashowinu.
Ok það er reyndar búið að vera svakalega kalt að hjóla undanfarið… búin að vera íllt í lungunum eftir að hafa hjólað í vinnuna. Er næstum að gefast upp og taka bílinn 😉 en nei það er bara einn dagur eftir.

Þvottavélin og þurrkarinn eru orðin virk og ég elska að þvo og þurrka.
Mér finnst ég reyndar vera mikið meiri húsmóðir núna en áður… svo lengi sem það endist 😉
Praktikinn gekk vel síðustu 5 vinnudaga… eiginlega bara brilliant.. fannst ég hafa stjórn á öllu… (á að hafa stjórn á öllu), nema í dag… allt fór í rugl með heila tvo sjúkl sem áttu báðir að fara í röntgen og báðir voru mínir… en samt ekki mér að kenna… ok pínu lítið… en ekki meira en það!!!
Og svo í lok vaktarinnar i dag fékk ég bara fuckfingurinn á einum beint í faceið. Fínt svona í lokinn eftir að hann hafði gengið of langt í snertingum og orðbragði og i rauninni gjörsamlega gengið fram af mér. Ég sá rautt… langaði að gera við hann eins og maður gerði við endurnar sem voru í sárum í gamla daga…. en dró svo andann djúpt… kafaði í teoríurnar og fann ástæðuna fyrir að ég fékk fuckið. Alltaf ástæða fyrir allri hegðun… en maður þarf samt ekki að finna sig í svona… enda tilkynnti ég honum það skýrt og greinilega. Það er öðruvísi að lenda í svona á sjúkrahúsi en í geðinu. Þar er maður meira viðbúin. Bara ótrúlegt hvað svona atriði geta haft mikil áhrif á mann… annars væri ég ekki að blogga um þetta núna.
Jolapakkarnir eru farnir… miklu fargi af mer lett.
En jólakortin… hmm mörg skrifuð en ekkert farið í póst… og svo vantaði mig fleiri kort en náði ekki í búð fyrir kl 2000 í kvöld… komum ekki heim fyrr en rétt f 2100 þar sem við vorum á julebaser i árganginum hennar Aldísar.
En við erum nú búin að fá slatta af kortum og pökkum… og ég hef ekki haft tíma til að kíkja í neinn pakka… bara einn en hann er frá mömmu og pappírinn er svo lélegur að ég komst ekk hjá því að kíkja….
gn

4 Responses to “Hó hó… imalive!!!

  • Gott að vita af þér á lífi og að þú sért að fíla þig í húsmóðursgírnum í nýja fína húsinu þínu. Nú þarf maður að fara að „droppa“ við hjá ykkur og sjá hvernig þið eruð búin að koma ykkur fyrir.
    Kv. Begga

  • Ásta
    17 ár ago

    „Pappírinn svo lélegur“. Hahahaa besta afsökun sem ég hef heyrt lengi (og ég nú tvær þriggja ára með allt á hreinu). Gjörsamlega bjargaðir síðasta deginum í próflestri en geðið var í stórhættu fram að þessu.

    Skrýtið samt að mamma þín skuli ekki ennþá vera búin að læra þetta og pakka gjöfinni þinni inn í maskínupappir, níðsterkan….sp. um að Jónsi reddi einhverju úr Kassagerðinni fyrir næstu jól hehe.

    Kv. Frænkan sem er að klára háskólanámið sitt á morgun takk fyrir mig

  • Hafdís
    17 ár ago

    Frábært að þér líki vel húsið, enda sýnist mér það glæsilegt….hef að vísu bara séð það að utan ennþá en innihaldið lofar góðu.
    Mér finnst ég heppin að vinna ekki á svona stað. Gott…..hugs….nei frábært að það séu aðrir sem hefur áhuga á þessu starfi.
    Kveðja,
    Hafdís

  • Gott að þið hafið það gott í nýja húsinu,enda ekki við öðru að búast, annars hefðuð þið jú ekki keypt það!
    Gleðileg jól þið fjölskyldan í Húsinu.
    kveðja frá fjölskyldunni í hinu húsinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *