Ég er alveg á billjón að pakka… er sko að meina það. Fúsi fór með ryksuguna og kústinn upp í Möllegade og það er svo mikil drulla hérna útum allt. Er að kafna.

Og við erum að mála gólfin núna… eða Fúsi, ég er heima að pakka og blogga 😉
Getur e-r reddað jólagjöf handa mömmu minni? Dettur bara eitt í hug og það er ekki nógu kreativt.
Getur líka e-r skrifad á jólakortin fyrir mig… og keypt þau líka?
Og farið á pósthúsið fyrir mig og sent pakkana til Akureyrar?

Góða helgi til ykkar

4 Responses to “

  • Linda Björk
    17 ár ago

    Ekki kafna!!!! Opnaðu bara gluggana báðu megin í von um að fá gegnumtrekk til að feykja rykinu út um gluggann og inn til nágrannanna!!!!

    Slepptu bara jólakortunum í ár og sendu bara pakkana þegar þú ert búin að koma þér fyrir!!! Fólk veitir gjöfunum frá þér ennþá meiri athygli ef þeir koma í febrúar eða um páskana……. þá er minni líkur á því að þeir týnist innan um aðra pakka!!!!

    Takk fyrir að kvittið, mér þykir vænt um að sjá að þú kíkir við hjá mér!!!

    ég

    p.s. Efst í hægra horninu á síðunni hennar Ásrúnar Svölu er svartur kassi (gæri verið að þú ættir erfitt með að sjá hann ef síðan er dökk/svört) og þar stendur e-ð með að virkja tölfræði, fara í umsjónarkerfi og útskrá……. bara smella á útskrá og þá kemur ekki mynd af frumburðinum með þegar þú kvittar!!!!!
    Kv. Linda reddari!!!!

  • Slakaðu bara á frú Dagný, það þarf einmitt bara að láta flutningana ganga fyrir og passaðu þig á að láta ekki jólastressið ná í þig. Jólin koma þó að þú náir ekki að senda jólakortin og pakkana á „réttum“ tíma.
    Vonandi ganga flutningarnir vel hjá ykkur á morgun 🙂
    Kv. Begga

  • Dísa
    17 ár ago

    Sammála síðustu ræðumönnum. Jólin koma hvað sem við gerum, hversu mikið eða lítið sem við þrífum og svo framv. Gangi ykkur vel að koma ykkur vel fyrir í sæta kotinu ykkar.
    Kv,
    Dísa

  • Hafdís
    17 ár ago

    Gaman að sjá þig aðeins í gær, langt síðan síðast.
    Í fyrra sleppti ég því að senda jólakort og það kom ekki að sök. Sama fólkið virðist í það minnst enn vilja þekkja mig. Það á að vísu eftir að koma í ljós hvort fólk hefni sín í ár…vona ekki því ég hef svo gaman af því að FÁ jólakort, enda hátíðleg stund hjá mér við að opna þau seint á aðf.d.kv.
    Njóttu lífsins, hússins og þess að vera til.
    Kem í kaffikík einn daginn.
    Kveðja Hafdís.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *