Stígvélaðigifting

Í gær ringdi aðeins of mikið… ekki einu sinni Helly Hansen jakkinn gat haldið mér þurri fyrir neðan mitti.
Þurfti að stússast svo mikið og meðal annars upp í Nordborg að sækja kerru. Þessvegna varð ég að koma við í A-Z og kaupa mer stígvél. Tók mig ca 15 að finna stígvélin því ég hef ekki skoðað skótau í A-Z síðan 2001. Og náttl ekkert flott í boði (við hverju bjóst ég ;)) … en svo rakst ég á merkjastígvél dauðans… FUZZE. Til í silfur, bleiku og svörtu.
Frá stærð 28-39. ég valdi 39 svört og með heila kind inní. Kostuðu líka bara 130kr. og það er miði inní til að skrifa nafnið sitt… ef eg skyldi nú týna þeim!!!

Fór svo til Nordborg og farþeginn í bílnum las hátt á Fuzze merkið fyrrihlutaleiðarinnar.
Það var farið í dýptina í sambandi við hönnunina og afhverju þetta og hitt. En við vorum sammála um að orðið “BARN” í hinum ýmsu myndum kæmi heldur oft fyrir. Sko einum of oft… ég er nú yfir 30tugt og nýgift!!!

Nú get ég vaðið í pollum og síslað í garðinum mínum án þess að vera blaut. Fór meira að segja niðri Sönderskovskóla áðan með ýmisleg tímarit handa skólanum og tók Svölu með mér heim (veika), með morgunhár, í lopapeysu og með gallabuxurnar oní Fuzze stígvélunum. Ætlaði nú bara að læðast inn og út en nei nei… það þurftu allir að sjálfsögðu að segja til hamingju með þetta og hitt og mér leið alveg eins og á orginal sveitadegi í gamla daga á Tókastöðum. Reyndar fílaði ég mig í botn… Það er líka ekki eins og maður þurfi að hafa sig til þegar maður er giftur… er það nokkuð???

Við erum búin að hitta nágrannana sem eru næst okkur (garðarnir liggja saman), þau kíktu á okkur í gær og virka rosalega fín… eiga helling af börnum (3).

Við erum hætt við að brjóta niður vegginn milli eldhúss og borðstofu i bili:( ég fæ líka ekki alltaf allt sem ég vil 🙁 En það er víst líka svoldið sniðugt á að byrja hjónabandið vel, er það ekki???

Já einmitt, ætlaði einmitt að segja ykkur frá laugardeginum 1.des… vöknuðum alltof seint… mættum 5 mín of seint niður á ráðhús (Fúsi ógreiddur) þar sem Stína vitni og Reynir vitni biðu eftir okkur… og Stína búin að láta gera brúðarvönd handa mér… fannst ég alveg glötuð að hafa ekki látið gera svoleiðis. Vildi líka að ég væri í einhverju bláu, lánuðu, gömlu og nýju og einhverju fleiru. Ég sagði henni að þetta væru bandarískir siðir og að ég væri sko engin kani. Vill líka meina að brúðarvendir sé ameriskur siður og í gamla daga hafi ekkert svoleiðis umstang verið í sveitunum á íslandi… þá var fólk bara hreint og í hreinum fötum og með fléttur.

Giftingarkonan tók líka á móti okkur og tjáði okkur það að sér þætti mjög leiðinlegt að hafa ekki vitað það væri vínsmökkun með tilheyrandi lúðrasveitartónlist í andyrinu og bæjarráðssalnum (sem er venjulega notaður undir giftingar). Annað hvort yrðum við að koma aðeins seinna eða við myndum gera þetta inn á skrifstofu borgarstjórans.
Við völdum að sjálfsögðu seinni kostinn… og vorum leidd í gegnum alla þvöguna (með brúðarvöndin 😉 var sko ekki að höndla áhorf) upp á minimalistiska skrifstofu Jans Prokopek sem lyktaði nú svolitið socialdemokratiskt þar sem við vorum semsagt gefin saman… Það var nú eins huggulegt og hægt var að vera… það voru nú líka svoldið stór orð sem giftingarkonan þuldi upp, og lá við að ég hefði bara orðið hrærð… var líka rosa þakklát Stínu fyrir að hafa látið gera brúðarvönd… það var nú eiginlega punkturinn yfir i-ið… þó svo ég vilji ekki sjást með hann opinberlega.

Þegar þetta var yfirstaðið fengum við aftur valmöguleika… annað hvort að fara út í gegnum anddyrið í gegnum allt fólk og evt þiggja eitt rauðvinsglas eða fara út bakdyramegin á ráðhúsinu… cool… auðvitað völdum við bakdyramegin…
Fórum svo á kaffihús og fengum okkur heitt kakó.
Fattaði svo þegar ég kom heim og skipti um föt (fór náttl í vinnufötin) að ég var í einskonar bláum nærfötum, tiltölulega nýjum skóm og veski, fékk legghlífarnar hennar Aldísar lánaðar og var i gömlum jakka… þannig að ómeðvitað var ég nokkurnvegin í samræmi við hefðirnar 😉

Thats it folks…

Við erum semsagt nýgift… eftir næstum 15 ára sambúð!!!

kannski kjósum við socialdemokratana næst (ef vid mættum kjósa 😉

10 Responses to “Stígvélaðigifting

  • Guðbjörg
    17 ár ago

    OHHHH þetta er bara frábært, innilega til hamingju :):):)

  • Rósa, Hóddi og fj.
    17 ár ago

    Kæru nýgiftu hjón.
    Innilega til hamingju með giftinguna og húsið.
    Gangi ykkur allt vel.
    Bestu kveðjur,
    Rósa, Hóddi og börn,
    Akureyri.

  • Ásta
    17 ár ago

    Vá
    Frábært framtak hjá ykkur og til hamingju með þetta allt saman.
    Verður svo ekki slegið upp brúðkaupsveislu svo mar fari nú loksins að láta sjá sig? Finnst nefnilega svolítið slæmt að missa af veislunni sko. Nei segi nú bara svona.
    Anýhú bið að heilsa öllum og vonandi sjáumst við fljótlega.

    KV. Ásta

  • Linda Björk
    17 ár ago

    OOOoooohhhh hvað þetta er bara akkúrat þú!!!!
    Njótið þess að vera til

    Hils pils

    ég

  • Brynja
    17 ár ago

    Nooh
    Frábært hjá ykkur, til hamingju með þetta.
    Maður ætti kannski að taka ykkur til fyrirmyndar :-), er það ekki málið í dag hús og gifting
    Kveðja til ykkar kæru hjón
    Brynja og Smári

  • Til hamingju með brúðkaupið. Les stundum hér en kommenta aldrei. Sá að þið eruð flutt eða eruð að flytja. Hef nebbla hérna jólakort sem þarf að komast til skila, hvert á ég þá eiginlega að senda það? ? Mátt senda mér nýtt heimilisfang á email 🙂
    Kveðja Petra

  • Sigrún
    17 ár ago

    Innilega til hamingju með det hele.
    Hlakka til að sjá bæði hús og nýgift fólk, vonandi á þessu ári, við misstum af síðasta ári.

    Kveðja frá Íslandi (í nístingskulda á Selfossi)
    Sigrún

  • Jói
    17 ár ago

    Hundraðfaldar hamingjuóskir aftur, vonandi fer maður að komast í heimsókn bráðlega, eruði með pláss fyrir kind á nýja staðnum? Það er víst heitasta gjöfin í dag af svona tilefni…

  • TIL HAMINGJU! til hamingju til hamingju! Hefði staðið við útganginn, tja bakútganginn með hrísgrjón ef ég hefði vitað af þessum viðburði, já svona tilað halda í hefðirnar ( amerísku) og óska ykkur frjósemi. hehe!
    Já og til hamingju með að vera komin með lykilinn af húsinu og þar með búin að fá það afhent!
    Held og lykke med det hele!

  • takk f kvedjurnar allir

    Hrund… thessvegna var thetta leyndo… 😉 til ad fyrirbyggja hrisgrjon i of miklum mæli… 😉

    Joi, thad er ekki pláss f kind en nokkrar hænur væru vel thegnar 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *