Sálin í Nokia

Allt heimilisfólkið mitt á nýja síma… halda að þau séu super tjekkuð veifa þessum spegilsléttu glansandi græjum framan í alla sem vilja sjá… En þeirra símar eru án sála.
Minn hefur sál… orðinn 2 og hálfs og við tvö hvöfum gengið í gegnum margt saman… ég elska símann minn. Hann er ómetanlegur.

En það skyldi gulllitaði indiáninn niðrí kvickly ekki. Kom askavaðandi að okkur og spurði hjá hvaða símafyrirtæki við værum? Hann var sjálfur frá 3 (held ég)
Fúsi: “telmore og er tilfreds (ánægður)”
Þá spurði gulllitaði indianinn: “hvernig síma áttu???”
Fúsi: “alveg splúnkunýjann” og sýndi honum skælbrosandi sálarlausa símann sinn.
Þá snéri gulllitaði indianinn sér að mér: “hvernig síma átt þú???”
Ég: “svona (og sýndi honum) og þessi er sko með sál…!!!”
Gulllitaði indiáninn: “hva?”
Ég (ofboðslega ánægð með mig og símann): “já sko minn hefur sál en ekki hans (Fúsa) og heldur engin af þínum uppstillingarsímum… allt sálarlaus verkfæri nútímanns… e-ð annað en minn… sem hefur lifað tímanna tvenna með mér og sálinni sinni…”

Ég veit ekki, en gulllitaði indianinn horfði bara á mig eins og ég væri vanskapningur og snéri sér að vinnufélaga sínum og sagðist þurfa frískt loft.

Ég læt sko ekki svona útlendinga plata mig og minn sálarantiksíma.

4 Responses to “Sálin í Nokia

  • Soffía Helgad
    17 ár ago

    Hæ!! Gaman að heyra að fleiri eru svona „late adopters“ eins og ég. Það lá við að debetkortin væru að hætta á markaði þegar ég loksins fékk mér en ég á alltaf ávísanahefti!! Þorði varla að taka upp stóra svarta hlunkinn minn (Nokia með fyrstu týpunum) þegar hann hringdi og einhverjir voru nálægt… svo ákvað ég að skammast mín ekki fyrir hann, alltaf er samband á honum í dag þó svo að ekkert samband sé á nýja samloku Nokia símanum. Þannig að ekki er allt gull sem glóir hahaha… þó svo að í indiánalitum sé!!
    Kveðja Soffía

  • Soffía Helgad
    17 ár ago

    Sko!!! klukkan hjá mér er aðeins að verða 23:30 en ekki að verða hálftvö að nóttu;-) Það er bara einn tími á milli DK og IS… breyttist það ekki síðustu vikuna í okt?

  • Dísa
    17 ár ago

    Hm… sama hér á sko síma með mikla sál. Hefði nú samt ekkert á móti nýjum þar sem þessi hefur aldrei staðið sig sem skyldi.
    Nú styttist í afhendingu hjá ykkur..ekki laust við að maður sé orðin spenntur að sjá.
    Knús og sjáumst vonandi fljótlega

    Dísa

  • Hafdís
    17 ár ago

    Það verða þá allavega ekki símar í jólapökkunum á þínu heimili þessi jól 🙂
    Hafið það gott og góða helgi.
    Kveðja Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *