Líkar þeim ekki við þriðjudaga?

Ég var ekkert að djóka í gær, ég var að föndra jólagjafir… er annars hugtakið “föndur” ekki nokkuð breytt???
Hvað er það á dönsku…? klippe og klistre? Eða e-ð svoleiðis… semsagt copy/paste!!! Snilld. Hentar mér fullkomnlega. Reyndar er ég strand núna… kemst ekki lengra í föndrinu… verð bara að klára annað kvöld þegar ég verð heima með Fúsa mínum.

Auðvitað get ég alveg föndrað… hvað er þetta!?!

Finnst ykkur tískan og trendin ekkert skrítin stundum???
Þá er ég ekki endilega að tala um fötin.
Það er náttl tíska í öllu…

Eins og í húsunum…
“talasaman eldhús” var svakalega inn fyrir nokkrum árum
Svo fengu allir sér ný baðherbergi… eða voru þau á undan eldhúsunum???
Núna eru nýjir garðar í tísku… og fólk fær sér rigningarvatnstanka í stríðum straumum því það er svakalega í tísku að vera umhverfisvænn.

Svo er það kynlífið…
Einusinni var 3some í tísku…
Og að vera með sama kyni…
Svo var það analsexið…
Og nú tröllríður sprautufullnægingin öllu!!!

Og ekki má gleyma ofbeldinu…
Happy slapping…
Stelpuböndin sem eru að mála bæina rauða…
En það er ekkert miðað við þetta

Ætli þeim líki ekki þriðjudagar???
Brenda Spencer var á móti mánudögum.

Flensburg er í 30 mín fjarlægð héðan…
Þetta er “MEGA UHYGGELIGT” (rosalega óhugnalegt) eins og hrollvekjurithöfundurinn í Angora by night segir.

Í gær var rætt um þetta í bekknum hennar Aldísar.

Og við sem erum í sveitabæ í sveita”fylki”.

Kannski ætti ég að hætta við allt, flytja til Íslands, kaupa Loðmundarfjörð eins og hann leggur sig, setjast að í Stakkahlíð, sækja kirkju í Klyppstað og veiða mér til matar í ánni og upp í Hraundal. Mér myndi allavega finnast ég vera örugg.

One Response to “Líkar þeim ekki við þriðjudaga?

  • úff hvar er maður svosem öruggur? þú værir þar kannski mest örugg gegn tískuáhrifum nema bændur þar fylgi dönskum tískubylgjum í grasslætti um hávetur og jólaskraut í Nóvember…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *