komin með nóg

Ég hlakka svo til að komast útúr þessari blokk… fyrir ca ári síðan gerðist bara e-ð… ég fékk meira en nóg af því að búa hérna… miklu meira en nóg. Komin með nóg af að auglýsa mínar innkaupavenjur á leið frá bílastæðinu og inn. Komin með nóg af að þvo þvott í vélum sem aðrir nota líka… kannski fólk sem gubbar í rúmmið eða kúkar á sig. Komin með nóg af ömurlegri þvottahúsaðstöðu. Komin með nóg af að hafa samviskubit yfir að þrífa stigaganginn nánast aldrei. Komin með nóg af loðna baðherberginu með lifrabólguna. Komin með nóg af umferðarhávaðanum. Komin með nóg af garðyrkjumanninum. Komin með nóg af litlum krökkum sem leika sér á plastbílum eða plasthjólum eða einhverju sem skapar hávaða fyrir utan svefnherbergisgluggann þegar mér hentar ekki að fara á fætur. Komin með nóg af að þurfa passa mig á að muna að draga f svefnherbergisgluggann áður en ég skríð upp í rúm svo að nabo Hans og Grethe sjái mig ekki nakta. Komin með nóg af að þurfa banna börnunum mínum að spila fótbolta eða handbolta á ganginum. Komin med nóg af parketinu, eldhúsinu og skápunum.
Gluggarnir eru fínir á vesturhliðinni.
Komin með nóg af að segja hvar ég bý þegar fólk er að spyrja mig og allir í kringum mig (bæði í skóla og vinnu) búa í húsum eða í super tjekkuðum íbúðum í miðbænum.

En nú er allt að fara að gerast…

Reyndar held ég að ég hafi ekki verið sem verstur nágranni… nabo Mike varð voða leiður þegar ég sagði honum að við værum að flytja… og hvítnaði upp þegar ég sagðist halda að það kæmi einstæð móðir með 3 börn í staðinn… hann vissi þó allavega hvað hann hafði.

Tyrkneska vinkona okkar hún Elmas varð líka leið þegar ég útskýrði með táknmáli að við hefðum keypt hús fyrir peninga og værum á leið í burtu. Hún sagði: “ikke godt, ikke godt” og setti upp skeifu.

Hjónin Hansen vita ekkert… og við þorum ekkert að segja því við erum svo hrædd við þau… stelpurnar eru sérstaklega hræddar síðan Fru Hansen tók þær til fanga og lokaði þær inni fyrir 3 árum síðan… stórhættulegt fólk!!!
Og mæðginin vita heldur ekkert því þau eru hrædd við okkur.

Svo var að flytja íslensk fjölskylda undir okkur… og við sem höfum ekki haft ísl nágranna síðan á Sönderskov hérna um árið þegar við vorum eins og mauraþúfa utan í hvort öðru.
Nú verðum við bara feimin og fáum það bara í koddann.

Það eina sem ég á eftir að sakna er það félagslega útí garði á sumrin… rundbold og aftur rundbold
j

sem endar í grilli og rugli

l

5 Responses to “komin með nóg

  • Var á bloggrúnnti og kíkti við hjá ykkur. Innilega til hamingju með húsið ykkar. Ferlega spennandi allt saman.
    Bestu kveðjur af Skaganum
    Karen Lind

  • Guðbjörg
    17 ár ago

    Jú jú það eru víst kostir og gallar við allt, en núna eru kostirnir miklu fleiri og ykkar eigin rundbold í ykkar garði og grill sem endar í rugli með öllum gestunum sem þið eigið eftir að fá frá Íslandi… 😉 hí hí bara gaman. F
    innst þetta svo frábært fyrir ykkur. En voða drama er alltaf þegar maður er að flytja þetta var líka svona hjá okkur úti í DK, nágrannarnir settu bara upp skeifur og dissuðu mann :/ merkilegt lið maður!!
    Hafið það gott þarna í fallega litla bænum.
    Knús,
    Guðbjörg og co.

  • Ef þú værir engan vegin í aðstöðu til að kaupa hús og vissir það líka fyrir ári síðan,værirðu örugglega alsæl í litla stigaganginum þínum, með risa garð sem þú þarft ekki að slá, engan þakleka að laga eða brotna rúðu að borga. Þér fyndist þægilegt að geta hringt bara á húsvörðinn ef niðurfallið myndi stíflast, þú myndir elska óminn af leikandi börnum og heyra í umferðinni, þú sætir örugglega oft uppí eldhúsglugga og fylgdist með lífinu úti og færir að telja hversu margir bílar komast yfir á grænu, hversu hátt hlutfall fer yfir á gulu og hversu oft Elmas fer út í Brúgsen.
    Þú myndir örugglega líka elska það að vera í hjúkkuskólanum næstu 10 árin ef þú ættir eftir 10 ár þar.
    En er það ekki alltaf svona að þegar maður veit að eitthvað er að fara að taka enda, þá getur maður bara ekki beðið eftir að það nái alveg út á enda og maður komist áfram í eitthvað nýtt….

  • takk f kvittin og gaman ad sja thig herna Karen 😉

    Hrund veistu ad fyrir ári síðan sáum við ekki fram á að kaupa hús en samt var ég búin að fá nóg… meira en nóg… svipað nóg og núna 😉
    En ég væri alveg til í að vera í 10 ár í skólanum í viðbót… finnst svo gaman í skóla 😉
    kveðja dss

  • Hafdís
    17 ár ago

    Rundbold og alles. Ekki er það í svo flott „mínum garði“ Verð greinilega að hafa auga mér „þínum“
    En skil samt tilhlökkunina við að flytja, ómögulegt að fá það í koddann 🙂
    Kv. Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *