Danmark – Island

Eftir örfáar mín heyri ég íslenska þjóðsönginn og líka þann danska… er það ekki svoldið einkennilegt að geta bara sungið með öðrum…??? og þá þeim danska!!! (verð að fara læra þann ísl… reyndar ekki séns því maður heyrir hann svo sjaldan :()
Alltaf hafa það verið vonbrigði að horfa á Dk-Is spila fótbolta…
En í kvöld höfum við hræðilega lélegt lið hér í DK… svo kannski á ísland séns… hver veit…
Er nefnilega ekki enn búin að gleyma haustinu 2001 þegar DK-IS spiluðu og hvernig endaði það nú… 6-0!!! þá sat ég niðrá Skandic (sem var þá) og horfði á leik með staffinu… kunni ekki dönsku og leið eins og hálfvita…
í kvöld kom ekki til greina að fara niðrí bæ… tek enga sénsa…
í kvöld er líka fjölskyldukvöld… popp og kók og vonandi smá spenna.
poj poj Island…

tippið i kvöld:

Fúsi –> 5-0
Svala –> 5-2
Aldís –> 3-1
Dagný –> 2-2

(ég er bjartsýnust 🙂 )
(Svala segir að þetta sé eins og SUB og FREMAD séu að spila…)

4 Responses to “Danmark – Island

  • hmmm Fúsi var með eina tölu rétta 😉
    ekki að ég fylgist með, hef ekki horft á einn fótboltaleik um ævina…

  • Aldís var næst því að spá rétt ;o)
    Það hefði nú verið í lagi að koma tuðrunni einu sinni í netið, þá hefði maður nú verið nokkuð sáttur, alltaf svo leiðinlegt þegar það næst ekki einu sinni að skora 🙁
    Og þetta með þjóðsönginn okkar þá er nú ekki samasem merki á milli þess að kunna textann og að geta sungið hann, þetta lag er bara ekki til þess gert að mauðr geti sungið með (alla vega ekki með góðu móti).
    Boltakveðjur til ykkar, sem fáið lykilinn eftir 8 daga…
    Begga

  • já það hefði verið æði að skora bara eitt mark… en því miður… verðum bara að sætta okkur við að þetta er vonlaust… meira að segja á móti vonlausu liði hérna í DK. 🙁
    En gaman að heyra þjóðsöngvana 🙂

  • Hafdís
    17 ár ago

    DAGNÝ! Kanntu ekki íslenska þjóðsönginn ?
    Kv. Hafdís

    p.s
    Er alveg að ná að vinna upp blogglesninguna…þú ert svo dugleg að blogga 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *