update á lífinu okkar

Dagarnir eru e-ð svo öfugsnúnir þessa dagana. Greinilega komin úr þjálfun að vera á kvöldvöktum á virkum dögum… það verður e-ð lítið úr fyrripörtunum… nem á mánudaginn… hehe þá henti ég heilum svörtum ruslapoka af skóm og lang mest af mér… e-ð allskonar rusl síðustu 6 ára… t.d. hvítir sandalar sem ég keypti einu sinni á Aglastöðum f. flutning sem voru allir útí blóðblettum því ég fékk alltaf svo geðveikt hælsæri af þeim… einvher plaststígvel sem ég keypti einu sinni í A-Z… nokkur pör af Bianco og vagabondskóm sem voru meira en úr sér gengin og margt margt fleira.

Ég fór á Bubba tónleika um síðustu helgi…
bb
fannst hann rosagóður… tók bæði ný og gömul lög og var sjálfum sér líkur.
En… salurinn var dónalegur… eða það voru 2-3 manneskjur sem gerðu salinn dónalegann… svona svo að maður skammast sín. E-ð hömlulaust fólk sem leit út fyrir að lifa á kerfinu og maður hálfvorkennir… þetta fólk er sko ekki í okkar íslendingasamfélagi… enda fengi það ekki einu sinni inngöngu í okkar íslendingafélag… jújú aðsjálfsögðu… allir velkommnir 🙂

BTW

Bloggið mitt er framhaldsblog… ef maður fylgist ekki með þá dettur maður út og veit ekkert hvað er að gerast. Þetta er nefnilega ekki eins og hver annar ástralskur/amerikanskur framhaldsþáttur þar sem mðaur getur gert nokkurraára pausu og bara haldið áfram að horfa eins og ekkert hafi í skorist.
Nei þetta er sko blog úr norðri. Afþví að ég kem frá norðurlöndunum og bý í Skandinavíu.

Ég ætla (vegna eftirspurnar) að gera smá update.. svona fyrir þá sem hafa misst úr og eru alveg lost í lífinu mínu…!!!

Börnin mín: Aldís Anna 12 ára og Ásrún Svala 10 ára

• Aldís Anna: Verður fallegri og fallegri með hverjum deginum sem líður… æfir handbolta og sund (eins og venjulega) og sýnir virkilega góða takta í eldhúsinu og lærir alla teksta utanað á no time. Finnst ljótt að hlægja að fólki sem er öðruvísi og tekur ekki þátt í baktali um stæðrfræðikennarann.

• Ásrún Svala: Getur á auðveldann hátt útskýrt hvað pólitík fjallar um með dæmum úr sínum eigin hversdagslega raunveruleika. Æfir fótbolta og handbolta og fær endalaust góðar hugmyndir sem verður að framkvæma og eru framkvæmanlegar… Er snillingur í heimilsstörfunum og finnst ég vaska of hægt upp.

Þær eru hvorugar komnar með kærasta sem betur fer!!!

Fúsi minn er alltaf jafn ánægður hja Slothmöller og reynir að passa línurnar með því að hreyfa sig einhverja daga vikunnar.

Ég er í verknámi þessa dagana (fram í jan) á pissudeild (urologi), byrja svo á 7. önninni og þeirri síðustu í febrúar og fer þá að huga að bachelorprojektinu.

gg

Stefni á að fara til Grænlands í apríl í 2 vikur í sambandi við verkefnið og erum við nú þegar komin í samband við einn stað sem vill mjög gjarnan fá okkur og spurði í síðasta maili hvaða dag við kæmum svo hægt væri að sækja okkur á flugvöllinn og “indkvartere” okkur (sýna okkur hvað við eigum að búa)… svo langt erum við nú ekki komin… og erfitt að ákveða dag núna… það er líka ekki flogið alla daga… og við tökum 4 flugvélar í allt til bæjarins.
Er það ekki frábært???
Þær verða allataf minni og minni… vonandi endar þetta í þyrlu.
ll
Heheh og mér sem finnst Aglastaðafokkerinn svo lítil… alveg komin úr þjálfun að sitja í Akureyrarvélunum sem voru stundum bara 9sæta… og síðast þegar ég flaug með svoleiðis vél…árið 2000 eða 2001 dó ég úr hræðslu. En lifnaði við aftur við lendingu á Aglastöðum.

Ok en svo þegar ég kem heim afur held ég áfram með verkefnið mitt + reyni að vinna eins og mother fucker og stefni svo á útskrift í júni 2008. yes sir.

Já og svo vorum við að kaupa lítið fallegt hús fyrir kærustpar með 2 stór börn og fáum afhent á föstudaginn í næstu viku.

Við höldum jól hér í Sdgb.

Thats all.

Nú ættu flestir að vera með… nema þeir missi af þessari færslu… hehe

5 Responses to “update á lífinu okkar

  • Guðbjörg
    17 ár ago

    Frábær færsla 🙂 Ekkert smá flottar stelpurnar ykkar það er sko alveg á hreinu. Verður gaman að sjá og vita meira um húsið, finnst þetta svo spennandi hjá ykkur.
    Kveðja til ykkar í DK.
    Guðbjörg og co.

  • Soffía
    17 ár ago

    Hæ Dagný,
    Gaman að fá update!! Hvar er húsið staðsett? Í Sönderborg? Til hamingju með það!! Þannig að þið eruð ekki á leið heim í okurmarkaðinn:-) Enda langt frá því að vera vit eins og staðan er núna.

    Er búin að flakka um margar heimasíður undanfarið og reyna að fylgjast með, þykir alltaf jafn vænt um Sönderborgarbúa.

    Bestu kveðjur til allra,

    Soffía

  • Helena Mist og Guðný
    17 ár ago

    Gott að fá svona update á ykkar lífi…vildi að ég gæti verið hjá ykkur og hjálpa til við að flytja..fæ svona flutningsfiðring við tilhugsunina að þið séuð að flytja…hjálpa til í huganum;)
    Litla frænka sendir knús og kossa,
    kv
    Guðný

  • TAkk Guðbjörg 🙂

    Gaman að „sjá“ þig Soffía, við erum keyptum á Möllegade, upp á hæðinni með útsýni niður á Kongevej 😉
    Ætlum að vera hérna einhver ár í viðbót… treystum okkur ekki í lífsstílinn á íslandi úr örygginu hérna 😉

    Við þiggjum alla hjálp Guðný… líka huglega hjálp 😉

    kær kveðja til ykkar allra

  • Hafdís
    17 ár ago

    Hér er bara bloggað og bloggað. Kom hér við….möööööörgum dögum seinna en kvitta við lestur þessarar færslu….(líka svo ég viti hve langt ég var komin á meðan ég er að vinna þetta upp 😉
    Kveðja Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *