Rasmus Tantholdt

Ég hringdi í Börge i fyrrradag til að forvitnast um hvenær við fengum húsið… öv við fáum það ekki fyrr en 1. des. Hann er að bygga annað hús og hefur svo litinn tíma til að flytja og er að gera klárt í nýja húsinu til að geta flutt dótið þangað.
Hvernig dettur fólki í hug að fara að byggja hús á 70tugs aldri??? Og svo eyðir hann rúml 2 tímum á dag í keyrslu til og frá vinnu. Náttl ekki í lagi. Já og svo er hann fjallgöngumaður!!!

ég smakkaði vínber í dag sem smakkast eins og risastór aðalbláber… þetta voru reyndar sjúklingavinber svo ég var að stelast #$&/#$&%! En mikið rosalega voru þau góð.

Fyrsti dagur í “skafa af bílrúðu” var í dag… mér bara brá… náttl alveg á seinustu stundu og varð að taka bílinn, en það er leyndó afhverju ég tók bílinn… og ekki vegna þess að ég var að verða of sein…

Það r alveg ótrúlegt hvað það er alltaf mikið að gera á þessum tíma árs… nú r okkur farið að langa í bíó (á 2 myndir) og ein er nýbúin að eiga afmæli og önnur á afmæli fljótlega (ekki samt myndirnar)… og það er bara engan vegin hægt að proppa neinu inn vegna fjölskyldusamkvæma, sumarbústaðarferða, jolafrokosta, partya, kvöldvakta og fleiru… ekkert passsar saman…. já og svo er fólk í vinnunni farið að tala um jólagjafir og svoleiðis… ég er svo lost… er ekkert farin að spá.

Heyrðu já… eitt sem ég verð að skrifa um… ég hef alltaf haldið að það væri næstum bara gamalt fólk sem vetrarbaðar (vinterbader)… líklega því ég hef hitt svo margt gamalt fólk sem stundar þetta… svo barst talið að vetrarböðun í vinnunni í gær og viti menn… ungar ljóshærðar grannar stelpur gera þetta líka… já og dökkhærðar líka… allavega 4 við staffaborðið í einni pausunni sem stunda þetta…sumar hlaupa sko nokkra kilometra fyrst og svo er baðað… en ekki í hóp… nei nei… heldur allar í sitthvoru lagi og vissu ekki af hvor annarri. Vissi bara ekki að ungt fólk stundaði þetta svona mikið. Ég r að spá í að byrja, svona á meðan það er dimmt!

Uppáhaldsfréttamaðurinn minn þessa dagana er Rasmus Tantholdt!!!

One Response to “Rasmus Tantholdt

  • Soffía
    17 ár ago

    Halló fjölskylda,
    bara að kvitta… er að þvælast á netinu og kíkja á Sönderborgara:-)
    Hvað ertu komin langt í náminu eða ertu kannski búin??
    Bestu kveðjur frá Húsavík

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *