Íslendingur óskast

Ef einhver lesandi hefur fengið á tilfinninguna í síðustu færslu að ég væri að reyna að koma dóttur minni út á Íslandi þá verð ég að viðurkenna að sú tilfinning var hárrétt. Þótt erfitt sé að viðurkenna. Reyndar sýna rannsóknir að skipulögð hjónabönd endast lengur og því ætti ég að vera nánast samviskulaus. Hugsa að þetta sé bara nokkuð gott ráðabrugg hjá mér. Hún er reyndar heldur ung í skrifuðum orðum til að bindast ævilangt, en eeef gæsin birtist þá er best að grípa hana. Það er nefnilega þannig að eftir því sem dvölin í DK verður lengri, því meiri verður óttinn um að leggurinn okkar verði danskur… sem er náttúrulega bara næst best. Þessvegna beyti ég öllum brögðum án vitundar og samþykki Aldísar, sem er á meðan ég man, hinn bærilegasti kvenkostur – stúdent, kurteis og á nokkra æskuaura inn á bankabók í Búnaðarbankanum.

Aldis 019 For Print ©Patricio Soto

Tilvonandi íslenski tengdasonur má gjarnan vera gæddur eftirfarandi eiginleikum;

  • gáfaðri en ég
  • sama húmor og ég
  • náttúruunnandi
  • góður kokkur
  • iðinn
  • jafnréttis og mannréttindarsinni
  • tannhreinn
  • færanlegur á milli staða
  • sama tónlistarsmekk og ég
  • alíslenskur
  • með jeppadellu
  • úr sveit

Hann má helst ekki vera;

  • í hjólastól
  • heyrnalaus

Hann má alls ekki vera;

  • latur
  • sjónvarpssjúklingur né þáttasjúklingur
  • vita allt betur
  • sóði
  • neikvæður
  • ofbeldishneigður
  • smámunasamur
  • snyrtipinni
  • sölumaður
  • eiturlyfjaneytandi
  • dramatískur
  • tískufrík
  • oft veikur
  • tala of mikið
  • drykkjusjúklingur
  • bílhræddur
  • flughræddur
  • kuldaskræfa
  • með ofnæmi fyrir öllum andskotanum
  • matvandur
  • framsóknarmaður
  • fangi í útivistarleyfi
  • með alskegg og hárið uppsett í hnút!!!
  • ABBA dýrkandi

Svo augu ykkar mega vera opin og tillögur eða ábendingar óskast í skilaboðum.

Hann Sigfús minn kom heim frá Íslandi í morgun… ég var á næturvakt í nótt og á meðan ég fylgdist með hættulega óreglulegum og óeðlilegum hjartslætti á skjánum, spáði ég í, hvernig ég gæti komið honum á óvart á sem auðveldastan hátt. Sjúklingurinn lifði af og ég fékk hugmynd.

Þegar heim var komið, fór ég í göngutúr með Vask niður í Kóngavegsgarðinn og plokkuðum við bleik blóm og lavender til að skreyta heimilið með. Þegar heim var komið, klippti ég, skar og setti blómin í lyfjaglös. Tók svo til og fór því næst að sofa.IMG_8593

Þegar Fúsi kom heim kl. 9,30 vaknaði ég við að hann laumaði sér undir sængurverið hjá mér og spurði ég: „tókstu eftir einhverju uppi?“ Já, svaraði hann, þú seldir ekki sjónvarpið, það hangir enn á veggnum. Nei, tókstu eftir einhverju öðru??? Nei, ekki hafði hann gert það.

Það hljóp kergja í mig og vafði ég því sængurverinu sem þéttast um mig svo ég líktist rauðri fiðrildalifru. Sigfús gat legið annarsstaðar fyrst honum hafði yfirsést skreytingarnar og tiltektin. Ég sofnaði sem fastast í fílunni.

En þegar ég vaknaði hafði hann gert tilraun til betrumbætunnar og fært mér morgunmat (bingostangir) í rúmið.

IMG_8583

Nú á ég byrgðir af morgunmat og kvöldsnarli næstu dagana! Og já, ég hafði líka skreytt herbergið… ég var í stuði í morgunsólinni skal ég segja ykkur!

Trackbacks & Pings

  • Aldís á stefnumóti « Alrunarblogg :

    […] Ég held fast í að Íslenskir tengdasynir séu besti kosturinn. T.d. týpan í gönguskóm og með vind í hárinu. Ég bjó til uppskrift síðastliðið sumar sem er enn í fullu gildi. Hún er hér.   […]

    9 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *