sól og TDC

Enn skín sólin… enn er sama blessaða blíðan… og samt hangi ég inni a frídeginum mínum!
Enn r snjólaust og hálkulaust og enn er grasið grænt. Garðyrkjumaðurinn var e-ð að bardúxa hérna fyrir utan í gær… e-ð að snyrta í kringum trén.
Enn hefur ekki þurft að skafa af bílrúðunni en ég er samt farin að vera í vettlingum á leið í skólann á morgnana.

Í morgun fór ég í sturtu… og þegar ég var að stíga útur sturtunni hringdi síminn minn, svo hringdi líka heimasíminn… og þeir héldu báðir afram að hringja á sama tíma… og á sama tíma og hringt var, var bankað. Ég var náttl ekkert að svara símunum því ég var ekki í neinum fötum og vil meina að ef það sé e-ð mikilvægt þá verði bara hringt aftur. En áfram var hringt og byrjað að berja á hurðina… ok… ég ákvað að opna… þá var það TDC maður sem sagðist þurfa að ath línuna því það væri einver hávaði á henni. Ég sagði honum bara að kíkja á það og klæddi mig í rólegheitunum á meðan. Hann tékkaði á málunum og sagði mér svo að hann heyrði engann hávaða á línunni… en það hefði verið maðurinn minn sem kvartaði í gær. Ég sagðist ekkert kannast við hávaða á línunni, enda talaði ég aldrei í símann. Hann fór svo bara.
Mér finnst bara svoldið gróft að kvarta seinnipart dags og svo er bara mætt á staðinn kl 0830 daginn eftir… ég gat náttl ekkert undirbúið mig.
Mannurinn hafði sko dinglað og dinglað og hringdi svo í Fúsa sem sagði að ég væri pottþétt heima… og svo byrjuðu þeir báðir að hringja í mig.

One Response to “sól og TDC

  • Í dag hefði ég sko þurft að skafa af bílnum mínum ef ég hefði ekki verið svona andsk… sniðug, ég fór nefninlega bara út svolítið áður en ég lagði af stað og startaði græjunni svo að ég slapp við skafið..
    Greinilega mikið að gera hjá þér að svara öllum þessum áreitum, heheh…
    Hafðu það gott í sólinni og kuldanum brrr… mér finnst alla vega kalt
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *