Týpíska Ísland…

Á Íslandi eru öfgarnar oft svo sýnilegar eða ósýnilegar… eins og í þokunni á Fjarðarheiðinni.
IMG_8216

En það var ekki alltaf þokan og oft er útsýnið á hringveginum fegurra en fiskur í sjó. Fjöllin geta nefnilega verið það tindótt og hvöss að manni langar til að hanga í þeim og sveifla sér…

1-IMG_7382Niður í byggð er skógræktin í fullum gangi… hugsa að þetta yrði mitt jólatré ef ég héldi jól á Íslandi!
2014-07-12 21.02.48

En það eru ekki jólin núna, heldur hásumar og því tilvalið fyrir kók og lakkrísrör. 9 ára frændi minn spurði mig hvort ég væri ekki of gömul fyrir þetta?

2014-07-05 14.10.21

Nei, maður verður aldrei of gamall fyrir lakkrísrör í kók (eða appelsín) og það besta er þegar rörið er orðið vel blautt og slepjulegt! Ef ég væri óskynsöm, myndi ég borða 3 stk.

IMG_7696

Í Danmörku fær Vaskur rándýrt tískubein, keypt í gæludýrabúð. Á Íslandi fær 3ja mánaða gamla Snotra hrossalegg af 25 vetra gömlum hesti, hvorki meira né minna.

1-IMG_7569Þegar maður fer í göngutúr á Íslandi er grasið alltaf svo hátt að maður gerir þetta…: safnar í lófann og treður inn á næsta mann. Það er yndislega fyndið… þangað til næsti maður hefnir sín! Næsti maður er Maggi bróðir. Það var 1-1. Nema hvað Maggi settist beint inn í stofu til að horfa á leik, á meðan ég strippaði fyrir íbúana á Eiðum og lóurnar, þegar ég afklæddist á hlaðinu og reyndi að fjarlægja sem mest.

2014-07-13 12.51.33

„Hey, til hamingju með afmælið í ágúst, hérna er afmælisgjöfin…“ sagði Maggi og henti d:fi vaxi til mín. Ég varð frekar ánægð, enda vön að eigna mér hans því mér finnst lyktin svo góð. En svo opnaði ég dolluna -flott afmælisgjöf þetta!?!

2014-07-12 11.46.36

Ég ákvað í tilefni afmælis míns í ágúst, að skella í köku, eldsnöggt og hræbilligt og las leiðbeiningar vel og vandlega. Og varð svona líka glöð yfir að móðir mín á hrærivél. Hefði ekki höndlað 50 hringi! Og spáið í það ef ég hefði ruglast í rúmlega 40? Þá hefði bara allt verið ónýtt eða hvað?

2014-07-14 09.24.14

Eftir skemmtilegt sumarfrí með skemmtilegu fólki í góðu veðri flug ég heim til Danmerkur með næturflugi og komst í leiðinni að því að það tekur 3 og hálfan „Heim“ disk með Magna að keyra heim frá Hamburg… held að ég hafi verið andlega sofandi á leiðinni því ég gleymdi að skipta og kann nú alla textana utan að.

Og á meðan ég man, þá er Bingó stöng besti morgunmatur í heimi… ég hef ánetjast og það verður ekki aftur snúið. Fúsi er hér með beðin um að taka 10 stk með þegar hann kemur. Minnið hann á það fyrir mig, annars fer ég að skjálfa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *