tónlist og skór

Við Svala vorum að vaska upp áðan ásamt því að kynna hvor aðra fyrir hvorannarrar tónlist… það gerum við mæðgur nefnilega oft… þá skiptumst við á að velja lög og segja afhverju við veljum tiltekið lag. Svala valdi meðalannars lagið All star úr Shrek myndinni.
Hún sagði mér að þetta hefði verið fyrsta lagið sem hún fékk í símann sinn og það gæfi henni sumar í magann…

Ég: “sumar í magann? Ertu að meina að þér finnist vera fiðrildi í maganum á þér… svona kitl?”
Svala: “nei, ekki fiðrildi, heldur gras, sandur og sól… jú og blóm…!!!”

Svo valdi ég lag af disknum Thelma and Louise… Svölu fannst þetta nú frekar lélegt og atti bágt með að trúa að Brad Pitt hefði leikið í þessslags mynd.

Svo valdi Svala “fatlafól” og sagði að þetta væri 100% tónlist.

Og fyrst við vorum komnar í það íslenska setti ég Bubba á… þá hætti Svala í leiknum og spurði hvort við virkilega nenntum á tónleika með þessum kalli???
(erum nefnilega að fara á tónleika með Bubba eftir 2 vikur)

En ég held ég þurfi að fara spila ísl tónlist annað slagið… verst ég á næstum ekkert… get svo sem spilað þennann disk með Bubba aftur og aftur… þangað til ég æli. Og reynt að kenna Svölu “Stál og hnífur” og “blindsker” svo hún verði partyfær á íslandi eftir nokkur ár.

Annars er helgin búin að vera róleg… meldaði mig ekki á vakt því ég nennti alls ekki að vinna… sagði bara ð ég gæti unnið næstu helgi… þangað til ég var minnt á að kvennadagurinn er næstu helgi… og þa fékk ég samviskubit yfir að hafa ekki unnið núna.
Fórum í bæinn í gær og versluðum skó, stígvél og kjól. Hef ekki farið alvöru bæjarferð í svo langann tíma. Sá rauða skó með smá hæl… geggjað flottir og langar svo í þá… þeir passa við allt sem ég á… En Fúsi trúir mér ekki.
Hann er ekki enn búinn að meðtaka hugtakið “akut skóvöntun” … hvernig heilaþvær maður manninn sinn???
En samt hafa þeir augu.. .þessir menn… sjá strax ef e-ð er nýtt… “hvar fékkstu þetta??? Varstu að kaupa þetta? Hvað kostaði þetta???”
Hmm kannski ég segist bara hafa fengið þetta lánað… Dísa, má ég segja að þú hafir lánað mér skóna???

Í dag á ég að læra… en langar út í þetta æðislega veður… þarf á freknum að halda!!!

6 Responses to “tónlist og skór

  • Hafdís
    17 ár ago

    Já eru þessir karlmenn ekki alveg ótrúlegir….Skil ekki af hverju þeir sjá ekki lífsinsnauðsynjar í hlutnum eins og nýjum skóm!!!
    Þarna er ég þér algjörlega sammála.
    Ætla líka á Bubba í Flensborg, vona bara að hann verði þess virði, mér finnst frekar misjafnir tónleikarnir hjá honum.
    Ætla ekki á kvennadaginn þrátt fyrir að teljast með skemmtilegri konum Sønderborgar, óska ykkur hinum bara góðara skemmtunar í staðin 😉
    Hey já og í sambandi við vejlederinn þá finnst mér þú bara eitthvað of lokuð persóna til að vera vejleder….var alls ekki illa meint.
    og svona í lokin….njóttu lífsins.

  • hef ekki farid a tonleika med Bubba sidan a Eidum 1980… eda Fusi segir ad eg hafi lika farid a ungdomstonleikana herna en man ekkert eftir thvi. Vona ad hann taki blindsker.
    Ætlardu ekki a kvennadaginn???

    gud hvad eg er buin ad hugsa mikid um thetta sem thu skrifadir at eg væri lokud persona… er sko alltaf ad reyna ad kynnast sjalfri mer thvi thad er i tisku. En se thad reyndar sem kost at vera lokud sem vejleder… audveldara ad halda privat og thvi faglega adskyldu… fila allavega lokada vejledera sem tala ekki um sitt privat og personulega 😉
    en eg var lika alveg ad fila mig i thessari funktion… bara svo reynslulaus.
    og tok tessu ekki illa… bara athyglisvert.
    njott thu lika lifsins 🙂

  • Hafdís
    17 ár ago

    Já sennilega er nú mikið til í því að þetta sé kostur. Sá þetta ekki þannig. Hélt að maður þyrfti að vera svo mikið gefandi…þú veist gefa af sér í svona djobbi….en hvað veit ég eins og daninn segir 😉
    Kveðja Hafdís

  • Guðbjörg
    17 ár ago

    Hejsa!
    Vona að það verði gaman á Bubba, hann hlýtur að taka allavega Stál og Hnífur….
    Krúttlegar mæðgur að hlusta á tónlist saman 🙂
    Bið að heilsa ykkur, hlakka svo til að sjá myndir inni í húsinu flotta.
    Kv. frá Íslandi.
    Guðbjörg

  • komdu með geilsadiska til mín og ég skal trilla fram íslensk lög á hann, auðvitað meina ég að spila þau sjálf inn því annað væri náttúrulega ólöglegt og ég er svo lögleg, svo get ég sungið eins og bubbi ef þú vilt…

  • Gubjörg… e-ð verður maður að gera til að deyja ekki í miðju uppvaski… svo leiðinlegt 😉

    Hrund… ulovligheder… einmitt ekki!!!
    Væri sko alveg til i ad hlusta a thig daginn ut og inn 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *