Ittoqqortoormii = Constabel point

Í gær hringdi ég í flugfélag íslands til að spyrja um flug til Ittoqqortoormii.
Reyndi að bera Ittoqqortoormii fram eins og innfædd.
Konan í símanum: “um hvað ertu að tala?”
Ég: “það stendur á airgreenland síðunni að það sé flogið frá íslandi til Ittoqqortoormii”
Konan: “ha”

og ég fór að útskýra hvar Ittoqqortoormii væri á Grænlandi…

og hún: “já ok… jú jú við fljúgum til Constabel point”
ég: “ha”

hún: “jú það er flogið frá Reykjavík til Constabel point”
ég: “ertu að tala íslensku núna?”
Hún: “ha”
Ég: “var þetta íslenska’”
Hún: “hvað’”
Ég: “þetta orð þarna?”
Hún: “ha nei örugglega bara e-ð internationalt”
Ég: “ok og er þá Constabel point það sama og Ittoqqortoormii?”
Hún: “já”
Ég: “ok”
Hún: “hmmm”
Ég: “frábært, ég kemst þá til Ittoqqortoormii flugleiðis…”

Það er nefnilega ekki flogið frá Kbh til Ittoqqortoormii og ég farin að hafa áhyggjur af að ég þyrfti að leigja bát.

Ég er samt ekki búin að ákveða hvert ég ætla… það er um 4 staði að velja.

Var í sportmaster í dag að kíkja á kaldann fatnað… shit hvað allt er dýrt… langar í HH eða Peak performace… svo þarf ég sólgleraugu eins og pólfari.

Ég er buin að vera “vejleder” (leiðbeinandi) í vikunni… 2 1.annar nemendur í praktik hj´aokkur í 4 daga og ég fékk það hlutverk að bera ábyrgð á þeim. Var búin að hlakka svo til… alltaf langað til að vera vejleder. En jeminn hvað það er erfitt að vera vejleder. Ég var svo þreytt eftir vaktirnar. Að hafa ALLTAF einhvern á eftir sér stanslaust… hvert sem maður fer og þurfa útskyra allt sem maður gerir og afhverju. Ég var 2tally búin.

Fór í bootkamp í gær… er með risamarblett á hnjánum… afhverju mega boxpúðar eða sekkir ekki vera mýkri??? Ég vil hafa boxpúða úr svampi.

Skil ekki afhverju ég er að mæta í þetta… hef enga samhæfingu í líkamanum… get ekki gert armbeygjur og á erfitt með að gera endalausar “krampa”uppsetur. Er ekkert reið útí lífið og nenni því ekki að boxa endalaust fast. Svo þegar Jens þjálfari segir: “5 sekundur eftir” þá hætti ég bara og þá er ég skömmuð.
Hann sagði í gær að ég ætti að skrá mig í tungumálaskólann því ég héldi að “5 sekundur eftir” þýddi “stopp”. Hef grun um að ég sé lögð í einelti.

Svo áttum við að vera 2 og 2 saman og hann sagði yfir hópinn að ég gæti ekki verið með Morten því ég hefði sjálf sagt að Morten hefði næstum eyðilagt flest líffærin í kviðaholinu í mér + sprengt i mér vinstra nýrað síðast þegar ég var með honum. Og þessvegna yrði ég að vera með stelpu. Ferlega sætt af honum að láta alla vita.
En kommon… maður þarf að vera með Joakim Boldsen búk til að þola trilljón högg í magann frá Morten (með smá púða á milli).

Bankaráðgjafinn okkar er bankanemi… mjög traustvekjandi… það vex varla á honum skegg!!!

Ég hef varla hugsað um litla húsið mitt í marga daga. Alveg fallið í skuggann af landinu græna og vinnunni.

Sá einhver þáttinn í gærkvöldi “flygten fra Grönland” ?
Virkilega athyglisvert og sorglegt… búin að bíða eftir þessum þætti í MARGA daga… svosem fátt sem kom á óvart en samt.

Sá einhver Hammerslag á þriðjudaginn á meðan ég var í körfu?
Húsið á Sundquistgade var í þættinum… langaði að sjá hann og er extrem léleg í að horfa á sjónvarp í tölvunni. Verð samt að sjá þetta… þetta er nú í litla sveitabænum okkar langt útá landi.

gn

2 Responses to “Ittoqqortoormii = Constabel point

  • Hafdís
    17 ár ago

    Jáhá þú segir nokkuð.
    Þessi Grænlandsferð verður örugglega spennand. Hvenar ferðu og hvernar kemur þú til baka?
    Ég sé þig ekki fyrir mér sem vejleder, er pínu hissa á að þig hafi langað það.
    Örugglega mun betra að hafa ungann bankaráðgjafa en einhvern gamlan sem fylgist ekki tímanum og þörfum manna….þ.e.a.s svo lengi sem þessi ungi er ekki alveg kornungur í bransanum.
    Í lokin vona ég að þið fjölskyldan eigið í vændum ánægjulega helgi 🙂
    Kveðja Hafdís

  • hehe Hafdís, er ég svona ópædagogisk? 😉
    Bankaráðgjafinn er eins og ég segi skegglaus og ég spurði hann hvort hann hefði átt ánægjulegann fermingardag… hann sagði já!!! sem þýðir að hann er mjög ungur því hann man eftir fermignardeginum sínum!!!
    Mér finnst nefnielga þessir gömlu svo traustvekjandi (þessvegna Fúsi 😉 ) og treysti því að þeir hafi ekki mögleika á öðru en að fylgjast með. 🙂
    góða helgi til ykkar líka 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *