sunnudagsfærsla vikunnar

átti fína vakt í gærkvöldi… reyndar búin að gleyma hvað taugadeildir geta verið harðneskjulegar (barske) enda ekki stigið fæti mínum inn á þessháttar deild í næstum 4 ár.
átti aðra vakt í dag… bara launalausa… og ekkert tengt sjúkrahúsum… heldur var það 8 tíma handbotlavakt í köldum handboltahöllum. Þeim gekk reyndar vel stelpunum… svo það er það góða við þetta… en mikið rosalega var ég búin að fá nóg… líka leiðinlegra að vera í útihöllum (ekki heima).

Enn dreymir mig um Grænland…
en hvort á ég að velja slóðir Eiríks Rauða og smala kindum
eða
sitja föst upp að mitti í snjóskafli í blindbyl í svarta myrkri bíðandi eftir að hundasleðamaðurinn komi og bjargi mér og skutli mér heim???
úff þetta síðarnefnda var nú frekar rómantískt…

En stærsta vandamálið er hvað ég á að skrifa um í ritgerðinni…??? og setja hjúkrunarfræðina í málið…
og láta skólann samþykkja.
Hef eiginlega ekki hugmynd um hvað ég að skrifa…
hjálp

Veit að ég er að verða ferkantaðisti bloggari bæjarins… skrifa bara um Grænland.

Finn upp á einhverju öðru

Nú eru að koma kosningar…
og ég má ekki kjósa því ég er útlendingur.
Er eiginlega pínu fegin… því ég er rosalega tvístígandi…
Veit bara að ég myndi ekki kjósa Socialdemokr. og þeirra fallegu Helle.
Hef alltaf verið meira Foghs megin…
Pia DF finnst mér ganga of langt og búin að gera það síðustu 2 ár.
Villy Sövndal er nú svoldið sjarmerandi og minnir á typiskann eiganda herrafataverslunar.
Kýs aldrei enhedslistann… NEVER
Konservativ… hmmm ekki alslæmir en ég sjálf er ekkert rosalega konservativ.. en smá þó.
Ny alliance… of nýjir og slepjulegir.

Semsagt… erfitt og flókið og því þungu fargi af mér létt að þurfa ekki að kjósa þó svo maður alveg vildi.

Er það annars einhver sem LOFAR hjúkrunarfræðingum hærri launum???

6 Responses to “sunnudagsfærsla vikunnar

  • Dísa
    17 ár ago

    Þú verður nú seint talinn ferkantaður bloggari… Ég er annars sammála þér, hálf fegin að þurfa ekki að kjósa.
    Knús
    Dísa

  • Þú fylgist þó alla vega með og veist hvað er að gerast í pólitíkinni hérna í DK, það er nú meira en ég geri :-S Svo að ég er sko dauðfegin að þurfa/mega ekki að kjósa. Hehehe… en endilega leyfðu okkur að halda áfram að fylgjast með þínum vangaveltum um Grænland, bara gaman að því.
    Kv. Begga (hálf atvinnulaus í vinnunni)

  • Hafdís
    17 ár ago

    Get því miður ekki komið með hugmyndir um innihald ritgerðarinnar….ekki alveg mín deild.
    Kveðja Hafdís

  • úffffff! ekkkki pólitík frekar Grænland aftur og aftur og aftur! þú ert með svo frábært ímyndunarafl að ég get ekki séð að þú þurfir neitt að fara þangað svona physically. Já en ef þú vilt blogga um pólitík viltu þá ekki bara hafa smá kennslu í þessu? við gætum til dæmis byrjað á orðinu pólitík… hmmm.(ein sem á dóttir sem veit meira um pólitík en móðir hennar)

  • Sigrún
    17 ár ago

    Rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun.
    Ertu orðin pólitísk Dagný…ja hér. Finnst ekkert eins leiðinlegt og pólitík haha.

    Bestu kveðjur
    Sigrún í Kollund ;o)

  • Takk Dísa fyrir að segja að ég verði seint ferköntuð (Fúsi segir stundum að eg sé ferköntuð) 🙂

    Takk Begga fyrir ad gefa mér grænt ljós a Grænlandsblog 🙂 þu veist meira um politik en þú heldur… t.d. þitt nánasta umhverfi… eins og leikskóla og skóla 😉

    Hafdís, ég treysti einmitt á þig 😉 takk f að kvitta 🙂

    Hrund, takk f að segja að ég sé með frábært ímyndunarafl… stundum er það too much… í nótt dreymdi mig að ég væri að drekka piss… og ég er enn með ógeð… ímyndunarafl hefur kannski ekkert með drauma að gera…??? ætti kannski að finna mér annað job en pissudeild… kannski að gerast bankakona til að fá smá vit á peningum. 🙂

    Sigrún, gaman að sjá þitt kvitt hérna… velkomin 🙂 hvort ég sé orðin politisk…? tja veit ekki… veit svona agnarlítið um margt 😉 sko um það sem mig langar að vita um… t.d. skólamál og heilbrigðisgeirann og svoleiðis. 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *