Møllegade og Grænland

Hausinn á mér r gjörsamlega að springa…eða klofna í tvennt.
Dagdraumarnir eru á 2 stöðum núna… bæði í Möllegade og á Grænlandi.

Ég skiptist á að hugsa um gólfefni á jarðhæðina a Møllegade og bláa tréhúsið sem ég bý í a Grænlandi og rétt finn í snjóstorminum.
Svo r ég í pínu vímu vegna allrar málningarnar… og það er svo mikið af fólki í litla húsinu mínu á Möllegade að mála með mér svo að þetta verði fljótt búið því mér finnst svo leiðinlegt að mála.

Ég fór líka í búðina á Grænlandi í dag… sá mann liggja í götunni fyrir utan búðina með flöskur allt í kringum sig því hann var á leið í automatinn (flöskuvélina)og hafði dottið því hann var svo fullur.

Síðan var ég að raða myndum á veggina á Möllegade… svoldið erfitt að velja… sumum langar mig að henda…(eða geyma) og svo langar mig að kaupa nýjar í ákveðinni búð niðrí bæ. E-ð sem passar svo vel við mig og mitt litla hús.

Svo fór ég a barinn í Nuuk og lenti á spjalli við fyrrv húsnæðismálaráðherrann sem var svo þreyttur og glaður eftir að hafa eytt allri helginni í að gera upp flotta húsið sitt sem hann fékk fyrir “skid og ingenting” (650.000 kr en metið á 3 millj) á meðan fátækur skítugur grænlendingur þarf að borga 1.000.000kr fyrir hálfhruninn hjall. Fyrrv húsnæðismálaráðherranum finnst ekkert ath við það og dreypir bara áfram á fína koniakinu sínu á meðan ég úthugsa hefnd fyrir hönd almúgans.

ég er svo heppin að ég á vini sem kunna svo margt.

Nokkrir eru altmögulegtmenn… frábært!
Ein vinkona mín elskar að mála, og er útlærður skipulagsgarðyrkjumaður… eða what ever (anlægsgartner)… kann allavega ógeðslega mikið um blóm og tré og veit hvenær á að klippa hvað og hvernig. (Ég kann sko núll)
Einn vinur okkar veit allt um klóak og getur lánað okkur tæki. (hann á líka kerru)
Einn vinur okkar r rosalega góður til að syngja og spila á gítar.
Ein vinkona mín er næstum því arkitekt og hefur heilmikið vit á svoleiðis.
Önnur vinkona mín hefði kannski orðið innanhúsarkitekt (ef hægt væri að spóla tímann tilbaka) og hefur hellings vit á svoleiðis.
Litla dóttir mín ætlar að verða innanhúsarkitekt og telur sig vita mikið og hafa auga fyrir mörgu.
Stóra dóttir mín kann að baka pönnukökur (galdraði þær fram úr erminni þegar það voru gestir í gærdag) og kann að elda 2-3 mata (kvöldmata).
Ein vinkona mín á vinkonu sem á allt til að vera á Grænlandi og notar það ekkert núna.
Einn vinur okkar horfir á fótbolta og tekur okkur eins og við erum.
Tvær vinkonur mínar eignast billjón börn en breytast ekki neitt.

Svona er ég nú heppin!!!

Í dag fórum í Danfoss univers. Á meðan stelpurnar nutu sín í Glomulus flatmöguðum við Fúsi í sólinni og lásum “sygeplejersken” og bækling frá Grænlandi sem er sendur út til að reyna trekkja að starfsfólk.
Ég verð að fara þangað…

Og ég spring bráðum útaf þessu húsi… mig langar að gera svo margt… ég er með svo margar hugmyndir… og ég veit ég verð svo leið þegar ég get ekki framkvæmt allt þegar mér dettur í hug vegna of lítillar innkomu í akkúrat 14 ½ mánuð í viðbót. Hlakka til þegar ég get farið að þjéna eins og ég má… sem verður ekki fyrr en jan 2009… vei!!!

En baðherbergið er bara hausverkur… ekki séns að velja… erum búin að fara í Cascade, skoða bæklinga frá Svedberg og Vola og fleiri dæmum. Og sumt er ógeð og sumt er svooo flott. En vitiði samt… þótt sumt sé hrikalega flott er ég ekki enn dottin á mitt drauma.

Og vitiði hvað líka…??? ég hef stundum sagt: “oj, hvað var fólk að pæla?” þegar ég sé flísar í gömlum baðherbergjum sem eru á litinn eins og hægðirnar úr veikum lömbum… þið hljótið að hafa sagt þetta líka…

Svo núna er maður að spá og spegulera…. og í gærkvöldi datt mér í hug að setja ógeðslega töff rauðar flísar á gólfið…
Og þá myndi örugglega einhver segja eftir mörg ár… : “oj, hvað voru þau þarna í gamla daga að pæla…?” Ekki satt?

Langt blogg?
Né… varla… líka langt síðan síðast…!

gn

4 Responses to “Møllegade og Grænland

  • úff það er ekki alltaf auðvelt að hafa úr mörgu að velja! En sem betur fer eru þetta nú frekar spennandi hlutir sem fylla hug þinn núna og berjast um vinnsluminnið… labbaði framhjá nýja húsinu þínu um daginn… þvílík höll!!! og þú segir litla húsið þitt! Það er stórglæsilegt alveg hreint!

  • ég er svona vinkona sem held fólki félagskapar (félagsskaps) á meðan það er að vinna í nýjum húsum 🙂 Býð mig framm í það’ sko … er ekkert sérlga alt muligt kona samt sko…

    Gangi ykkur annars vel 😉 og ekki sakna mín allt of mikið í körfunni í kvöld 🙂

  • Það er naumast að það gerist margt í þínum kolli Dagný mín. Skil vel að þú sért að deyja úr spenningi yfir þessu öllu saman. Og þokkalega heppin að eiga svona góða að til að hjálpa þér í fína húsinu þínu, það munar sko um hverja hjálparhönd.
    Kv. Begga

  • ja Hrund þetta er ekki stórt… en nóg fyrir okkur vonandi því við erum ekki stór. þannig að litla húsið mitt er já, alveg stórglæsilegt! 😉

    Maja… þú bakar köku.. er það ekki??? kannski skemmtiköku (=hashköku)… við söknuðum þín svoldið í körfunni… en ekkert rosalega því ég lít út fyrir að vera betri í körfu þegar þú ert ekki 😉

    Begga, það gerðist svo mikið í hausnum á mér að ég fékk hausverk og sjóntruflanir… En það er nokkurnvegin farið aftur þannig að ég get ótrauð haldið áfram að fantasera. já, ég er sko heppin… eða reikna með því 😉

    kveðja á ykkur allar 3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *