sjúkrahúsbloggið

Í gær þegar ég kom heim var Aldís að baka pönnukökur þriðja daginn í röð… hún er snillingur… hennar pönnukökur eru mikið þykkari en mínar… alveg eins og hún vill hafa þær… og ef e-ð er bara betri en mínar!

Vikan í vinnunni eru búin að vera svo lærdómsrík og krefjandi. Hef eiginlega bara haft einn sjúkl og var að drukkna í honum… vissuði að það er hægt að fjarlægja pissublöðru og búa til nýja blöðru úr törmunum? Það vissi ég ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum. Snilld. En sjúkl minn er karlmaður og með allar hugsanlegar slöngur í öllum hugsanlegum götum og með flesta hugsanlega hliðarsjúkdóma… + að vera verkfræðingur í mjög virtri stöðu og að eiga konur og dóttur sem eru hjúkrunarfræðingar… úff, verstu aðstandendurnir! Enda hef ég lært svo mikið í vikunni!
Vissuði að ég hef bara haft karlkynssjúkl síðan ég byrjaði… já og líka á aukavöktunum á hinum deildunum???
Á minni deild eru karlmenn í miklum meirihluta sem er alveg ágætt. Er hrifnari af því sjúklingakyni. Var ég búin að segja ykkur að það er alltaf verið að spá og spegulera í hvernig hjúkrunarfólk umgengst karlkynssjúklinga???
Allavega spennandi spegulasjónir þar… t.d. þetta með hvort ALLIR þurfa að opna sig og gráta svoldið því það er gott fyrir ALLA… og hvort maður getur talað við karlmann um sjúkdóm og lífsaðstæður á sama hátt og konu…? Hef þetta á bakvið eyrað um þessar mundir. (um þessar mundir… segir þaður það? Eða er það stundir?).

Munurinn sem ég hef heyrt að sé á dönskum og íslenskum hjúkkum er sá að þær íslensku erum mikið tæknilega duglegri og leggja mikið upp úr að hafa svona fakta teoriur (t.d. anatomi) á hreinu (120% á hreinu) á meðan danskar leggja meira upp úr andlegu og félagslegu hliðinni, fokusera á að gleyma ekki sjúkl í allri tækninni og nota skynfærin meira.
Eins og ein íslensk sem hefur prófað bæði sagði:
Dönsk hjúkka myndi horfa og þreyfa á sjúklingnum og svo mæla útfrá því sem hún sér og finnur.
Íslensk hjúkka myndi strax mæla.
Veit ekki hvort þetta passar. Hef bara reynsluna af því danska.

En sem sagt gangast danskar hjúkkur minna upp í því tæknilega… t.d. lærir maður ekki í skólanum að leggja venflon (nál í æðina, veit ekki hvaða orð er notað á ísl.) því aðrir hlutir eru mikilvægari eins og t.d. “lidelsesteoriurnar hennar Katie Eriksson” (at lide = að líða = að hafa það reglulega skítt)

Í dag var “vejlederinn” minn (kennarinn) að leggja venflon. Og ég alveg…: “viltu kenna mér þetta??? Þetta lýtur út fyrir að vera mega auðvelt”
Hún: “já já, en þú getur nú ekki alveg fengið að prófa í fyrsta skiptið á sjúkl… allavega ekki á sjúkl með meðvitund.”

Og við höfum aldrei meðvitundarlausa sjúkl.. flestir svo hressir hjá okkur (nema minn)

En ég arkaði fram á gang… fann bekkjarfélagann sem er á sömu deild og ég núna í haustfríinu því okkar deildir voru lagðar saman, og sagði honum að þetta væri einstakt tækifæri fyrir mig og þessvegna yrði ég að fá hendina hans lánaða því ég hefði enga aðra.

Auðvitað sagði hann ekki nei.
Og ég stak rammskakkt og hitti ekki… öv… varð ferlega svekkt… þetta leit svo auðvelt út.
Hann svaraði mér ekki hvort ég mætti prófa aftur seinna.
En hann getur alveg notað hendina núna og fékk bara smá marblett.

Ég ætla að kaupa mér emlakrem ef ég skyldi þurfa að leggja mína hendi til.
(hann sagði nefnilega að tilfinningin hefði verið eins og ég væri að stinga í gegnum hendina… oj)

Svo spurði ég Fúsa minn hvort ég mætti æfa mig á honum… bara einusinni í hvora hönd??? En nei… alveg þvert NEI…! ætla minna hann á að ég elski hann og að það sé ég sem ráði.

Nú er ég komin í haustfrí… loksins… búin að hafa samviskubit yfir að láta prinsessurnar mínar vera einar heima alla vikuna… hata það.
Þessi helgi verður eins og sú síðasta… bara nánast ekkert á dagskránni… nema kannski ein adeccovakt á laugardaginn ef e-ð bíðst.
ég er alveg sátt yfir verkefnaskortinum…. því allar helgar síðan í august hafa verið yfirbókaðar..nema síðasta og þessi… þessvegna alveg sátt.

Þetta var nú meira sjúkrahúsbloggið… shame on me… ekki einu sinni fyndið.

gn

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *