electrolux eða intissperexa???

Fórum nefnilega að skoða húsið okkar enn einu sinni í gær… og vorum að spá og spegulera í þvottahúsinu og hvernig best væri að breyta í baðherbergi… hvar hvað ætti að vera og hverjir möguleikarnir væri upp á klóakið osv. Og í leiðinni er ég að ath hvort allt virki… ljós og kranar ofl. Og ég skrúfa frá krananum í vaskinum og ferð þá ekki þetta risaflykki á hreyfingu… stærsta kónguló ever… engin þorði að gera neitt!!!
Sem betur fer birtist Mark vinur okkar og bjargaði okkur… settum stórt glas yfir hana svo hún færi ekki og fjölgaði sér.
En núna er ég með samviskubit… þetta var ekki fallegt af okkur.

Eins og flestir hafa orðið varir við (allavega hér í DK) er búið að vera svakalega í tísku undanfarin ár að skipta út eldhúsum… og ég man sérstaklega eftir einum vinnufélaga (kvenkyns) sem var orðin ílla þreytt á karlinum sínum því þau voru svo ósammála um einhverja hluti í sambandi við nýju innréttinguna sína. Skiptust virkilega á skin og skýrir í því sambandi á eldhústímabilinu…
(En nú er eldhústímabílið búið og þá er það garðurinn sem er í tísku… hvernig ætli gangi hjá þeim núna???)

Og ég hugsaði … hehe svona lendi ég aldrei í því við Fúsi erum bestu vinir í heimi og svo samstíga í flestu sem við gerum.

Ónei… núna erum við búin að ná að fara í fílu útaf væntanlegri baðinnréttingu… þvottavél, þurrkara, málningu og í gær vorum við næstum rekin út úr Punkt1 vegna deilu um uppþvottavél.

En ég kann alveg á þetta… þegar rétta augnablikið er set ég bara hnefann í borðið og segi við hann á fallegann hátt að ég elski hann og að ég ráði!

Leikurinn í gær var sorglegur… spánverjar fengu 3 tækifæri og nýttu þau… við fengum 33 og nýttum 1. Drekktum sorgum okkar bara í bjór og gini í reyklausu umhverfi.

Farin út í hjólatúr og svo í það félagslega 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *