SSP

Var á svo góðum fyrirlestri í kvöld… SSP (skole – socialforvaltning – politi = skóli – félagsdæmi – lögga)
Fjallaði um digitallífið hjá börnum í dag. Öllum 4.bekkjar foreldrum í skólanum var boðið (úff hvað var léleg mæting… er fólki bara sama…?) og farið var inn á gsm notkun og chatsíðu notkun… og þá aðallega Arto. Hélt eg vissi svo mikið og væri svo vel upplýst og tel mig reyndar ennþá vera í ágætum málum… en þarna fékk ég nokkur kanon hjálpartækji (redskaber) sem ég get stuðst við. Já einmitt… það er það sem stendur mest uppúr hjá mér… og svo er maður minntur á að sjá möguleikana fram fyrir takmarkanirnar. (mulighederne fremfor begrænsningerne (orðatiltæki sem er ótrúlega mikið notað um þessar mundir (stundir)))… og mér finnst alltaf svo gott að vera minnt á.

Það var svo mikið að gera hjá mér í vinnunni í dag… einn af þessum góðum dögum nema ég fékk að gera svo margt faglegt og fannst ég hafa stjórn á svo mörgu. Enda var ég algjörlega búin á því þegar ég labbaði eftir göngunum á leið heim. Olli næstum hjólaslysi og labbaði á 2. En svona dagar gera það að verkum að sjálfstraustið verður hættulega mikið… get hreinlega allt!

Ég er að deyja úr spenningi að flytja í húsið… hlakka svo til að takast á við breytingarframkvæmdirnar… enda á S.U. sem nær nú ótrúlega langt… get sigrað heiminn á S.U.!!!
Öhhh kannski verður græna gólfteppið ennþá á gólfinu þegar ég verð amma.

(S.U. er ríkisins námsstyrkur (sem þarf ekki að borga til baka))

En nú er komin háttatími hjá mér… alveg pottþétt…
gn

4 Responses to “SSP

  • Ekki aldeilis að manni sé sama um það hvað börnin eru að brasa, hefði sko alveg viljað fara og það var nú planið að Stebbi færi alla vega, eeen… þegar vinnan dregst fram eftir öllu þá verður að sleppa einhverju… fæ kannski útdrátt hjá þér við tækifæri ;o)
    Skil sko vel spenninginn hjá þér að flytja í húsið, væri sko alveg farin að telja niður sjálf og var það líka í vor þegar við vorum í þessum sporum.
    Kv. Begga

  • Dísa
    17 ár ago

    Já skil vel að þessi fyrirlestur hafi verið áhugaverður, hefði alveg verið til í að hlusta á þetta. Svo styttist nú heldur betur í húsaafhendingu….skil vel spenninginn, þetta er svo gaman.
    Knús
    Dísa

  • Begga´þú færð útdrátt hjá mér við tækifæri.. minntu mig bara á!!! 🙂
    Og alls ekkert persónulegt…. fólk hefur sínar ástæður… verst fannst mér þó að bara rúmml helmingurinn af þeim sem voru búnir að skrá sig mættu… og búið að kaupa kökur og dekka upp fyrir alla!!! Var Stebbi kannski einn af þeim??? hmmm ræði við hann seinna!!! 😉

    En já, langar að byrja að pakka en ég er bremsuð af…!!!:)
    knus

  • Jamm, Stebbi var einn af þeim sem var skráður og mætti ekki. Eða það var einn skráður frá okkar heimili :-S Auðvitað er þetta fúlt, það er náttúrulega skráning til að gera skipulagt þetta svo að innkaup og annað passi nokkurn veginn.
    En já, ég skal rukka þig um útdráttinn við tækifæri.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *